Borgarstjóri í febrúar: Mikilvægt að sýna ráðdeild í fjármálum borgar 8. maí 2008 10:15 Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði fram tillögu á fundi borgarráðs þannn 28. febrúar að skipuð yrði stjórnkerfisnefnd til þess að leggja fram tillögur um sparnað við yfirstjórn borgarinnar. Við sama tækifæri lét hann bóka að mikilvægt væri að kjörnir fulltrúar borgarinnar sýndu ráðdeild og aðhald í fjármálum. Ráðning Jakobs Frímanns Magnússonar í stöðu framkvæmdastjóra miðborgar hefur vakið upp deilur. Komið hefur í ljós að Jakob er með 861 þúsund krónur í laun fyrir það starf og setu í nefndum og ráðum hjá borginni. Fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúar Vinstri - grænna, í Kastljósi að laun Jakobs væru umtalsvert hærri en verkefnisstjóra sem störfuðu í Ráðhúsinu. Stjórnkerfisnefnd átti að skila tillögum fyrir 1. maí Á borgarráðsfundi þann 28. febrúar síðastliðinn lagði borgarstjóri fram tillögu um að samhliða þriggja ára áætlun, þar sem áhersla væri lögð á aðhald og ábyrgð í rekstri Reykjavíkur, væri nauðsynlegt að skoða sparnaðaraðgerðir við yfirstjórn borgarinnar. Sérstaklega ætti þetta við um kostnað við nefndir og ráð borgarinnar. Jafnframt ætti að skoða aðrar leiðir sem færar gætu verið til aukins aðhalds án þess að það hefði áhrif á þjónustu við borgarbúa. Var stjórnkerfisnefnd falið að vinna að þessum málum og skila tillögum fyrir 1. maí. Minnihlutinn lét bóka í framhaldinu að fyrirheitin væru fögur en það vekti hins vegar upp spurningar hvers vegna borgarstjóri tiltæki sérstaklega rekstur við nefndir og ráð en ekki í eigin ranni. „Lýðræðisleg umræða og ákvörðunartaka í nefndum og ráðum er án efa ekki að ríða baggamuninn í rekstri borgarinnar. Skemmst er að minnast ráðleysis meirihlutans við mönnun í nefndir og því vaknar spurning hvort það sé einstök tilviljun að beita eigi sparnaðarhnífnum þar," sagði í bókun minnihlutans í borgarráði. Útgjöld borgarstjóra vitna um ráðdeild hans Borgarstjóri lét þá bóka að mikilvægt væri að kjörnir fulltrúar borgarinnar sýndu ráðdeild og aðhald í fjármálum borgarinnar. „Borgarstjóri hefur verið í þjónustu borgarbúa sem kjörinn fulltrúi í 18 ár, nú síðast sem borgarstjóri. Allan tímann hefur hann lagt sérstaka áherslu á aðhald og ráðdeild við ráðstöfun almannafjár í þágu kjörinna fulltrúa borgarinnar og vitna útgjöld vegna ferðakostnaðar hans, dagpeninga og annars kostnaðar um það," sagði í bókun Ólafs F. Magnússonar 28. febrúar. Fundur í borgarráði stendur nú yfir og hafði minnihlutinn boðað fyrirspurn um varðandi ráðningu Jakobs Frímanns. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri lagði fram tillögu á fundi borgarráðs þannn 28. febrúar að skipuð yrði stjórnkerfisnefnd til þess að leggja fram tillögur um sparnað við yfirstjórn borgarinnar. Við sama tækifæri lét hann bóka að mikilvægt væri að kjörnir fulltrúar borgarinnar sýndu ráðdeild og aðhald í fjármálum. Ráðning Jakobs Frímanns Magnússonar í stöðu framkvæmdastjóra miðborgar hefur vakið upp deilur. Komið hefur í ljós að Jakob er með 861 þúsund krónur í laun fyrir það starf og setu í nefndum og ráðum hjá borginni. Fram kom í máli Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúar Vinstri - grænna, í Kastljósi að laun Jakobs væru umtalsvert hærri en verkefnisstjóra sem störfuðu í Ráðhúsinu. Stjórnkerfisnefnd átti að skila tillögum fyrir 1. maí Á borgarráðsfundi þann 28. febrúar síðastliðinn lagði borgarstjóri fram tillögu um að samhliða þriggja ára áætlun, þar sem áhersla væri lögð á aðhald og ábyrgð í rekstri Reykjavíkur, væri nauðsynlegt að skoða sparnaðaraðgerðir við yfirstjórn borgarinnar. Sérstaklega ætti þetta við um kostnað við nefndir og ráð borgarinnar. Jafnframt ætti að skoða aðrar leiðir sem færar gætu verið til aukins aðhalds án þess að það hefði áhrif á þjónustu við borgarbúa. Var stjórnkerfisnefnd falið að vinna að þessum málum og skila tillögum fyrir 1. maí. Minnihlutinn lét bóka í framhaldinu að fyrirheitin væru fögur en það vekti hins vegar upp spurningar hvers vegna borgarstjóri tiltæki sérstaklega rekstur við nefndir og ráð en ekki í eigin ranni. „Lýðræðisleg umræða og ákvörðunartaka í nefndum og ráðum er án efa ekki að ríða baggamuninn í rekstri borgarinnar. Skemmst er að minnast ráðleysis meirihlutans við mönnun í nefndir og því vaknar spurning hvort það sé einstök tilviljun að beita eigi sparnaðarhnífnum þar," sagði í bókun minnihlutans í borgarráði. Útgjöld borgarstjóra vitna um ráðdeild hans Borgarstjóri lét þá bóka að mikilvægt væri að kjörnir fulltrúar borgarinnar sýndu ráðdeild og aðhald í fjármálum borgarinnar. „Borgarstjóri hefur verið í þjónustu borgarbúa sem kjörinn fulltrúi í 18 ár, nú síðast sem borgarstjóri. Allan tímann hefur hann lagt sérstaka áherslu á aðhald og ráðdeild við ráðstöfun almannafjár í þágu kjörinna fulltrúa borgarinnar og vitna útgjöld vegna ferðakostnaðar hans, dagpeninga og annars kostnaðar um það," sagði í bókun Ólafs F. Magnússonar 28. febrúar. Fundur í borgarráði stendur nú yfir og hafði minnihlutinn boðað fyrirspurn um varðandi ráðningu Jakobs Frímanns.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira