Enski boltinn

Aghahowa farinn frá Wigan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Julius Aghahowa.
Julius Aghahowa.

Julius Aghahowa hefur fengið sig lausan frá Wigan Athletic. Hann lék 20 leiki með Wigan án þess að ná að skora. Aghahowa er nígerískur og hefur skrifað undir samning við liðið Kayserispor í Tyrklandi.

Steve Bruce, stjóri Wigan, sagði það hafa verið heiður að vera yfir Aghahowa þó leikmaðurinn hafi ekki fundið sig í búningi félagsins. Hann sagði að framkoma og metnaður hans hafi verið til fyrirmyndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×