Ítalíumeistarar Inter hafa gefið út að miðjumaðurinn Frank Lampard sé efstur á óskalista félagsins í sumar. Þetta staðfesti Massimo Moratti, forseti Inter.
Jose Mourinho, nýr knattspyrnustjóri Inter, er mikill aðdáandi leikmannsins og er talið að Inter hafi þegar haft samband við Chelsea. Núverandi samningur Lampards við Chelsea rennur út næsta sumar.