Innlent

Banaslys á Hafnarfjarðarvegi

Nítján ára piltur er látinn eftir umferðarslysið sem varð á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um hálffimmleytið í nótt. Aðrir sem í bifreiðinni voru eru á batavegi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að hinn látni sé 19 ára piltur en ekki sé unnt að gefa upp nafn hans að svo stöddu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var fólksbifreið ekið á kantstein með þeim afleiðingum að bíllinn fór tvær til þrjár veltur. Sex manns voru í bílnum og voru þau öll flutt á sjúkrahús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×