Lífið

Trommari Hendrix allur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mitch í blóma æskunnar.
Mitch í blóma æskunnar.

Mitch Mitchell, sem þekktur er fyrir trommuleik sinn í hljómsveit Jimi Hendrix, er látinn. Mitchell var 62 ára að aldri þegar hann hvarf yfir móðuna og gerðist það á hótelherbergi í Portland í Oregon-ríki í gær.

Janie Hendrix, systir gítarleikarans goðsagnakennda, sagði trommuleikara hans hafa verið yndislegan mann, einstakan tónlistarmann og sannan vin. Mitch Mitchell var fæddur í Bretlandi og steig snemma á svið sem leikari en fann að lokum hamingjuna í jass- og rokktónlist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.