Erlent

Allt niður í níu ára sendast með fíkniefni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Börn allt niður í níu ára eru nú farin að taka að sér hlutverk á borð við að fela skotvopn og sendast með fíkniefni fyrir breska glæpamenn ef marka má nýja rannsókn kennarasamtakanna þar í landi.

Segja stjórnendur rannsóknarinnar að æ fleiri nemendur í grunnskólum merki sig nú með póstnúmeri síns hverfis og lýsi því þar með yfir að þau tilheyri vissum hópi. Þá fæðist sum börn hreinlega inn í glæpaklíkur sem foreldrar eða eldri systkini tilheyra.

Rannsóknin tengist auknum áhyggjum af starfsemi glæpaklíka í landinu en í London einni hafa 27 unglingar verið myrtir það sem af er árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×