Innlent

Össur ánægður með umsókn Stefáns Pálssonar

Össur Skarphéðinsson er ánægður með umsókn Stefáns Pálssonar
Össur Skarphéðinsson er ánægður með umsókn Stefáns Pálssonar

Össur Skarphéðinsson er ánægður með umsókn Stefáns Pálssonar herstöðvarandstæðings um stöðu forstjóra Varnarmálastofnunnar. Í nýlegri bloggfærslu segir Össur hana forvitnilegustu og frábærustu umsókn ársins.

„Hvað segir Umbi ef Stefán Pálsson fær ekki stöðuna? Það er alla vega klárt hvað ég myndi gera ef ég væri utanríkisráðherra," skrifar Össur á bloggsíðu sína.

Í bloggfærslunni veitir Össur Stefáni Vesturgötuverðlaunin fyrir besta húmor mánaðarins og fer síðan fögrum orðum um þennan helsta herstöðvarandstæðing þjóðarinnar.

„Það verður að minnsta kosti ekki sagt, að Stefán Pálsson skorti þekkingu á málefninu. Alla sína ævi hefur hann sýslað að málefnum varna Íslands - og má því segja að hann hafi einna mesta starfsreynslu umsækjenda á sviði varnarmála Íslands," skrifar Össur.

Össur skrifar síðan að alla tíð síðan úr móðurkviði hafi Stefán vakinn og sofinn unnið að því að hrinda stefnu sinni í framkvæmd.

"......og gengið sig niðrúr fleiri skósólum í mótmælagöngum gegn her og Nató en nokkur jafnaldri hans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×