Innlent

Þórhallur með 90 þúsund krónur umfram Sigrúnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir launamuninn til kominn af málefnalegum ástæðum.
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir launamuninn til kominn af málefnalegum ástæðum.

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins og ritstjóri Kastljóss, hefur um 90 þúsund krónum hærri mánaðarlaun en Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Þetta sýna ráðningasamningar þeirra, sem ritstjórn Vísis hefur undir höndum.

Páll Magnússon útvarpsstjóri segir þennan launamun ekki til kominn vegna kynjamunar. „Þessi launamunur er komin til af málefnalegum ástæðum en ekki kynbundnum," segir Páll. Að öðru leyti vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um málið.

Það var í september síðastliðnum sem Vísir óskaði eftir því að fá upplýsingar um laun þeirra Sigrúnar og Þórhalls. Ríkisútvarpið neitaði að láta upplýsingarnar af hendi og kærði Vísir þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrir tæpum tveimur mánuðum úrskurðaði nefndin svo að RÚV skyldi láta ráðningasamningana af hendi. Það hefur nú verið gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×