Innlent

Bíða svara frá ríkisstjórninni um efndir í stjórnarsáttmála

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á fundinum í hádeginu.
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á fundinum í hádeginu. MYND/BSRB

Fulltrúar BSRB og ríkisstjórnarinnar munu hittast á fundi á ný í næstu vikum til þess að ræða kjara- og efnahagsmál.

Fundað var í Stjórnarráðinu og haft er eftir Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB, á heimasíðu bandalagsins að fundurinn hafi verið ágætur þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum. „Þá erum við að vonast til þessað afstaða ríkisstjórnarinnar til spurninga BSRB liggi skýrar fyrir," sagði Ögmundur.

Ögmundur sagði að BSRB vildi vita hvaða áform væru uppi um efndir fyrirheita sem bæði er að finna í stjórnarsáttmálanum og komið hafa frá ríkisstjórninni og einstökum ráðherrum um að stórbæta kjör umönnunarstétta og annarra hópa innan almannaþjónustunnar sem búa við óásættanleg kjör. „Þá er það einnig lykilatriði af okkar hálfu hver lengd samningsins er en innihald hans hlýtur að ráðast af tímalengdinni," segir Ögmundur á heimasíðu BSRB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×