Innlent

Ránið hálftilgangslaust því peningar eru ekki aðgengilegir

MYND/Frikki Þór

„Það slasaðist enginn og við erum ánægð með það því það er mikilvægast í svona málum," segir Atli Atlason, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbankans, um vopnað rán sem framið var í útibúi bankans í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í morgun. Þar ruddist ungur maður inn og ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði einhverja fjármuni á brott með sér.

Atli var á leið á vettvang þegar Vísir náði tali af honum. „Það má segja að rán sem þetta sé hálftilgangslaust því við erum með peninga í sérstökum tækjum sem ekki eru aðgengilegi og menn ná nánast engu í svona ránum," segir Atli.

Hann segir að rúmlega tíu starfsmenn hafi verið í útibúinu þegar ránið var framið. Í tilvikum sem þessum fari ákveðið ferli í gang bæði hvað varðar öryggismál og áfallahjálp. „Það er komin áfallahjálp á staðinn og við hjálpum okkar fólki að vinna úr þessu enda er alltaf ákveðið áfall að lenda í svona," segir Atli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×