Innlent

Lögregla birtir myndir af ræningja

Leit að manni sem rændi útibú Landsbankans við Bæjarhraun í Hafnarfirði hefur enn engan árangur borið. Lögregla hefur því ákveðið að birt mynd af honum. Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, hefur tekið þátt í leitinni og þá er hans leitað á lögreglubílum og lögreglubifhjólum.

Maðurinn sem leitað er að er talinn vera á aldrinum 17-25 ára. Hann ruddist inn í útibúið á á tíunda tímanum í morgun, skömmu eftir að útibúið var opnað, og ógnaði þar starfsfólki með hnífi. Maðurinn var í hettupeysu og huldi andlit sitt með klúti.

Hann hafði á brott með sér fjármuni en að sögn framkvæmdastjóra starfsmannasviðs Landsbankans munu það ekki hafa verið miklir peningar.

Maðurinn komst undan á hlaupum. Meðfylgjandi myndir voru teknar af manninum í bankanum í morgun. Þeir sem geta gefið upplýsingar um manninn eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1111



Fleiri fréttir

Sjá meira


×