Innlent

Rændi banka vopnaður hnífi

Lögreglumenn leita ræningjans nú í nágrenni bankans.
Lögreglumenn leita ræningjans nú í nágrenni bankans. MYND/Frikki Þór

Vopnað rán var framið í útibúi Landsbankans í Bæjarhrauni laust eftir að útibúið var opnað í morgun.

Maður á þrítugsaldri vopnaður hnífi réðst inn í bankann og ógnaði starfsfólki og hafði á brott með sér fjármuni. Ekki liggur fyrir hversu miklir fjármunir það voru. Maðurinn var í hettupeysu og huldi andlit sitt með klúti og komst hann undan á hlaupum.

Enginn starfsmanna er slasaður og allt tiltækt lið lögreglu, bæði lögreglubílar og lögreglubifhjól, eru að leita i nágrenninu. Rannsóknardeild og tæknideild eru kominn á vettvang.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×