Innlent

Sex í haldi fyrir ólöglega skartgripasölu

SB skrifar
Bíllinn sem fólkið notaði til að smygla skartgripunum til landsins. Myndin er tekin við lögreglustöðina á Selfossi.
Bíllinn sem fólkið notaði til að smygla skartgripunum til landsins. Myndin er tekin við lögreglustöðina á Selfossi. Mynd/Suðurglugginn

Lögreglan á Selfossi handtók fjóra karla og tvær konur fyrir ólöglega skartgripasölu. Skartgripasalarnir sögðu að um átján karata gull væri að ræða en svo var ekki. Glingrinu var smyglað hingað til lands í bíl.

Samkvæmt heimildum Vísis voru skartgripirnir sannkallað glópagull. Viðmælendur Vísis segja að skartgripasalarnir líktust sígaunum. Þeir hafi selt glingrið á bensínstöðvum og við verslunarkjarna.

Fólki var talin trú um að þarna væri um 18 karata gull að ræða en svo var ekki raunin.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi er málið í rannsókn og verður fólkinu sleppt að rannókn lokinni. Lögreglan staðfesti að leitað hefði verið í fleiri en einum bíl.

Lögreglan vildi ekki gefa upp hve mikil verðmæti voru höfð af fólki. Málið væri í skoðun.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×