Innlent

Malbikun á Kringlumýrarbraut fram á kvöld

Búast má við töfum á Kringlumýrarbraut í dag og fram á kvöld vegna malbikunar þar. Byrjað var að fræsa götuna í morgun þegar tekin var fyrir ein akrein á eystri akbraut í akstursstefnu til norðurs frá sveitarfélagamörkum við Kópavog að Bústaðavegi.

Um hádegi var umferð hleypt á akreinina tímabundið en henni verður lokað á ný þegar malbikun hefst um tvöleytið og standa þær framkvæmdir fram á kvöld. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi með á þessum framkvæmdum stendur.

Til stóð að fræsa aðra hluta Kringlumýrarbrautar en því hefur verið frestað til morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×