Innlent

Áfram unnið við malbikun á Kringlumýrarbraut

Á morgun verður áfram unnið við fræsingu og malbikun á Kringlumýrarbraut. Vegna þessara framkvæmda verður einni akrein lokað hverju sinni á stuttum kafla.

Einnig eru malbikunarframkvæmdir í Norðlingaholti og þar má gera ráð fyrir töfum á umferð eftir hádegi. Þingvað og Þingtorg verða lokuð. Eingöngu verður hægt að komast inn í hverfið frá Suðurlandsvegi.

Í Asparfelli verður aðkeyrsla að bílastæðum við íbúablokkir lokuð frá kl. 7.30 og fram yfir hádegi.

Reynt er að haga framkvæmdum þannig að sem minnst truflun verði. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×