Færri bílar og minni matur en meira freyðivín 11. júní 2008 19:30 Þjóðin kaupir æ færri nýja bíla, minna af mat og er farin að velta stærri hluta neyslunnar yfir á kreditkortið. Freyðivínið flæðir þó stríðari straumum en á sama tíma í fyrra og áfengissala eykst. Orðið kreppa fór að heyrast æ oftar eftir því sem leið á veturinn. Þegar fréttastofa lagðist í rannsóknir á því hvort hennar gætti í neyslu landsmanna í mars, var fátt sem benti til þess að lausafjárkreppan væri farin að bíta. Síðan hefur margt breyst. Í gær sögðum við frá því að vanskil hefðu aukist hjá fjármögnunarfyrirtækjum og að vörubílstjórar væru farnir að selja bíla sína úr landi. Í dag skoðuðum við hversu margir eru að kaupa sér nýja bíla. Þeim hefur snarfækkað. Mánuðina mars til maí í fyrra voru rösklega 4200 nýir fólksbílar skráðir á Íslandi. Á sama tíma á þessu ári voru þeir 2683. Kaup á nýjum fólksbílum hafa því dregist saman um 37%. Við erum líka að kaupa minna af mat. Verslun með dagvöru - sem er matur og aðrar vörur sem fást í hefðbundnum stórmörkuðum - hefur dregist saman síðustu tvo mánuði, er 3,6% minni í maí en í apríl. Og svo er það kortaveltan. Til að nota debetkort þarf að eiga lausafé - og það er af skornum skammti þessa dagana. Enda dróst notkun debetkorta saman um átta prósent í mars og apríl - miðað við sama tíma í fyrra. Þess í stað hefur fólk í ríkari mæli fjármagnað sig á kreditkortinu - því þar jókst veltan um 15% í mars og apríl miðað við sama tíma í fyrra. Í samdrættinum fer þó fjarri að menn spari við sig sopann. Rösklega 240 þúsund fleiri lítrar af áfengi voru seldir á krepputímabilinu mars til maí á þessu ári - en í góðærinu í fyrra. Salan jókst því um 5%. Á sama tíma jókst salan á freyðivíni um tæpa þrjú þúsund lítra, eða 11,6%, svo veisluglaumurinn er hreint ekki horfinn úr lífi landsmanna. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Þjóðin kaupir æ færri nýja bíla, minna af mat og er farin að velta stærri hluta neyslunnar yfir á kreditkortið. Freyðivínið flæðir þó stríðari straumum en á sama tíma í fyrra og áfengissala eykst. Orðið kreppa fór að heyrast æ oftar eftir því sem leið á veturinn. Þegar fréttastofa lagðist í rannsóknir á því hvort hennar gætti í neyslu landsmanna í mars, var fátt sem benti til þess að lausafjárkreppan væri farin að bíta. Síðan hefur margt breyst. Í gær sögðum við frá því að vanskil hefðu aukist hjá fjármögnunarfyrirtækjum og að vörubílstjórar væru farnir að selja bíla sína úr landi. Í dag skoðuðum við hversu margir eru að kaupa sér nýja bíla. Þeim hefur snarfækkað. Mánuðina mars til maí í fyrra voru rösklega 4200 nýir fólksbílar skráðir á Íslandi. Á sama tíma á þessu ári voru þeir 2683. Kaup á nýjum fólksbílum hafa því dregist saman um 37%. Við erum líka að kaupa minna af mat. Verslun með dagvöru - sem er matur og aðrar vörur sem fást í hefðbundnum stórmörkuðum - hefur dregist saman síðustu tvo mánuði, er 3,6% minni í maí en í apríl. Og svo er það kortaveltan. Til að nota debetkort þarf að eiga lausafé - og það er af skornum skammti þessa dagana. Enda dróst notkun debetkorta saman um átta prósent í mars og apríl - miðað við sama tíma í fyrra. Þess í stað hefur fólk í ríkari mæli fjármagnað sig á kreditkortinu - því þar jókst veltan um 15% í mars og apríl miðað við sama tíma í fyrra. Í samdrættinum fer þó fjarri að menn spari við sig sopann. Rösklega 240 þúsund fleiri lítrar af áfengi voru seldir á krepputímabilinu mars til maí á þessu ári - en í góðærinu í fyrra. Salan jókst því um 5%. Á sama tíma jókst salan á freyðivíni um tæpa þrjú þúsund lítra, eða 11,6%, svo veisluglaumurinn er hreint ekki horfinn úr lífi landsmanna.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira