Innlent

Ísbjörninn fleginn og rannsakaður

Ísbjörinn sem var felldur í síðustu viku var fleginn og rannsakaður á Sauðárkróki í dag. Hann hafði að minnsta kosti verið á landinu frá deginum áður því ung stúlka sá hann á svipuðum slóðum.

Í fréttablaðinu Feyki sem kemur út á morgun er greint frá því að níu ára stúlka, Karen Sól Káradóttir, hafi séð ísbjörninn þegar hún var í bíl með foreldrum sínum á milli Sauðárkróks og Blönduós undir Þverárfjalli á mánudaginn í síðustu viku. Menn rákust hins vegar ekki á hann fyrr en daginn eftir.

Björninn var fleginn og rannsakaður í Loðskinni á Sauðárkróki í dag. Hann verður svo stoppaður upp og varðveittur á Náttúrustofu Norðvesturlands á Sauðárkróki. Um er að ræða karldýr á miðjum aldri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×