Innlent

Grennslast fyrir um kajakræðara

Marcus Demuth kajakræðari. Hefur áður lagt í langferð um Ísland.
Marcus Demuth kajakræðari. Hefur áður lagt í langferð um Ísland. Af heimasíðu Marcusar.

Menn á vegum Landsbjargar eru farnir að afla upplýsinga um bandarískan kajakræðara sem hugðist róa í kringum landið. Ekkert hefur spurst til hans síðan á laugardag.

Maðurinn heitir Marcus Demuth og er þekktur kajakræðari. Hann hefur áður farið hringinn í kringum Ísland og skrifað um það á heimasíðu sinni.

Að sögn Kristins Ólafssonar, framkvæmdastjóra Landsbjargar, er formleg leit ekki hafin en mikið af upplýsingum liggja fyrir um manninn. Auglýst sé eftir honum nú til þess að almenningur geti komið á framfæri upplýsingum um ferðir mannsins.

Kristinn segir að Marcus Demuth mhafi ætlað að vera í sambandi við tengiliði sína í útlöndum og verið sé að hafa upp á þeim og sömuleiðis bróður hans sem er í Þýskalandi. Demuth hafi verið með bæði gervihnattasíma og talstöð. Landhelgisgæslan kemur enn fremur að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×