Innlent

Lalli Johns handtekinn í Hveragerði

Samkvæmt heimildum Vísis var síbrotamaðurinn Lalli Johns handtekinn í gær eftir innbrot í íbúð við Heilsustofnunina í Hvergerði. Innbrotið átti sér stað fyrir hádegi og mun húsráðandi hafa komið að Lalla í íbúð sinni eftir að hafa skotist i þvottahús. Í framhaldinu var Lalli færður til yfirheyrslu á lögreglustöðina á Selfossi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×