Innlent

Atvinnuleysi nánast óbreytt

Eins prósents atvinnuleysi reyndist í maímánuði hér á landi og fjölgaði atvinnulausum um 22 frá fyrra mánuði. Atvinnuleysishlutfallið er því svo að segja óbreytt frá síðasta mánuði og hefur raunar verið eitt prósent frá áramótum.

Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er 0,8 prósent og 1,4 prósent á landsbyggðinni eða það sama og í apríl á báðum svæðum. Atvinnuleysi meðal karla minnkar milli mánaða, mælist nú 0,8 prósent en var 0,9 prósent í apríl og þá er atvinnuleysi kvenna er 1,3 prósent líkt og í apríl. Segir á vef vinnumálastofnunar að atvinnuleysi hafi þó aukist töluvert meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu en minnkað lítillega meðal kvenna á landsbyggðinni.

Vinnumálastofnun segir að atvinnuleysi minnki oft milli maí og júní en bent er á að atvinnulausum hafi fjölgað síðustu vikur og því líklegt að atvinnuleysið í júní muni aukast og verða á bilinu 1-1,3 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×