Innlent

Enn leitað í lofti og á jörðu

SB skrifar
Í gær sást til þriðja ísbjörnsins á Skaga.
Í gær sást til þriðja ísbjörnsins á Skaga.

Ísbjarnarleitin á Skaga heldur áfram. Flugvél er í loftinu og leitarhópar á jörðu niðri. "Ekkert komið í ljós sem sannar eða afsannar veru dýrsins," segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.

Leitað hefur verið að þriðja ísbirninum í Skagafirði í dag eftir að tvær konur tilkynntu að þær hefðu séð bjarndýr við Bjarnarfell í gærkvöldi. Konurnar segjast sannfærðar að um ísbjörn hafi verið að ræða en ekki hest eða kind.

Stefán Vagn segir flugvél í loftinu auk leitarhópa á jörðu niðri sem séu komnir á svæðið þar sem meinta dýrið á að hafa sést. "Við þurfum að sjá hvað kemur út úr þessu þarna uppfrá áður en menn verða kallaðir til baka," segir Stefán.

Spurður hvort vísbendingar séu komnar fram um að sagan um ísbjörninn sé rétt svarar Stefán: "Það er ekkert í ljós sem sannar eða afsannar veru dýrsins."

Konurnar sem segjast hafa séð ísbjörninn voru á gangi við Bjarnarfell á Skaga um níu leytið í gærkvöldi. Þær sáu eitthvað hvítt og stórt sem þær töldu að væri ísbjörn. Þær eru sannfærðar að um ísbjörn hafi verið að ræða en ekki hest eða kind.


Tengdar fréttir

Þriðji ísbjörninn á Skaga?

Við hefðbundið ísbjarnarflug á Skagaheiði í gærkvöld sást hvítt þunglamalegt dýr á ferðinni. Ekki tókst að staðfesta að um ísbjörn væri að ræða en leit hélt áfram í nótt og stendur í raun enn eftir því sem segir á vefnum Skagafjörður.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×