Lífið

Christina Applegate lét fjarlægja á sér brjóstin

Christina Applegate á verðlaunahátíð í Los Angeles í janúar fyrr á þessu ári. MYND/AFP
Christina Applegate á verðlaunahátíð í Los Angeles í janúar fyrr á þessu ári. MYND/AFP

Bandaríska leikkonan Christina Applegate sagði í viðtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning America að hún væri laus við brjóstakrabbamein sem hún greindist með fyrir skömmu síðan. Applegate lét fjarlægja bæði brjóstin á sér.

,,Það náði ekki að breiðast út. Þeir náðu því öllu þannig að ég mun pottþétt ekki deyja úr brjóstakrabbameini," sagði Applegate.

Leikkonan var greind með brjóstakrabbamein í júlí og ákvað strax að grípa róttækra aðgerða og lét fjarlægja bæði brjóst sín fyrir þremur vikum. Móðir hennar hefur einnig fengið brjóstakrabbamein.

Hluti af viðtali Good Morning America við Christina Applegate má sjá hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.