Þjóðnýting Glitnis Björn Ingi Hrafnsson skrifar 9. nóvember 2008 07:00 Þegar gjörningaveðrið í tengslum við efnahagskreppuna á Íslandi sem hófst seinni hluta árs 2008 verður síðar skoðað í sögulegu samhengi, er engum vafa undirorpið að margir munu staldra við þau tíðindi er þriðji stærsti banki landsins, Glitnir, var þjóðnýttur með afar óvæntum hætti í lok september það ár. Þeir eru raunar ófáir sem telja að með þeirri þjóðnýtingu hafi Seðlabankinn og ríkisstjórnin hrundið af stað skriðu sem ekki sér enn fyrir endann á og breytti landslagi efnahagsmála hér á landi til framtíðar. Seðlabankinn hefur ítrekað haldið því fram að Glitnir hafi á þessum tíma verið kominn í þá stöðu að fátt annað en gjaldþrot hafi blasað við honum, hefði þjóðnýtingin með kaupum á 75 prósent hlutafjár komið til. Forsvarsmenn Glitnis sögðu á móti að þeir hefðu aldrei viljað að svo færi, þvert á móti hefði aðeins verið um tímabundinn lausafjárvanda að ræða og einn stærsti hluthafinn í bankanum, Jón Ásgeir Jóhannesson, gekk svo langt að kalla gjörninginn stærsta bankarán Íslandssögunnar. Formaður bankastjórnar Seðlabankans sagði hins vegar að viðbrögð fyrri eigenda Glitnis einkenndust af mjög miklu vanþakklæti. Nú hafa tveir áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi, þeir Sigurður Einarsson og Tryggvi Þór Herbertsson, stigið fram og skýrt frá því að þeir hafi varað mjög við því á sínum tíma að þessi leið yrði farin. Sigurður sem stjórnarformaður stærsta fjármálafyrirtækis þjóðarinnar og Tryggvi sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hvorki meira né minna. Þetta leiðir hugann að því hvaða faglegu rök hafi legið til grundvallar svo örlagaríkri ákvörðun. Þegar gerðar eru breytingar á stjórnkerfi fiskveiða er jafnan haft um það náið samráð við hagsmunaaðila, of náið segja sumir. En við þjóðnýtingu Glitnis virðist ekkert hafa verið rætt við aðra banka um þá stöðu sem upp var komin. Og hvers vegna var ekkert mark tekið á efnahagsráðgjafanum Tryggva Þór? Mat einhver afleiðingarnar fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann? Að lánshæfismat ríkisins myndi hrynja í kjölfarið? Ekki hagfræðingarnir þar, svo mikið er víst, því upplýst hefur verið að aðalhagfræðingur bankans hafi lesið um þjóðnýtinguna í blöðunum þegar hún var orðinn hlutur. Richard Portes, prófessor í hagfræði í Lundúnum, hefur sagt að þjóðnýting Glitnis hafi verið mikill afleikur, eða „stórslys" eins og hann orðaði það. Seðlabankinn er augljóslega á öðru máli, hann telur að faglega hafi verið að öllu staðið í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Mikilvægt er að þessi mál verði skoðuð alveg sérstaklega í því uppgjöri sem boðað hefur verið á orsökum bankakreppunnar. Seðlabankinn mun þar auðvitað leggja fram ítarleg plögg með rökstuðningi sínum fyrir þjóðnýtingu Glitnis, sýna fram á aðra valmöguleika sem uppi voru á borðum og útreikninga á þjóðhagslegum afleiðingum gjörningsins. Þessi gögn liggja auðvitað öll fyrir nú þegar, enda var ákvörðunin fagleg og vandlega undirbyggð á sínum tíma. Þetta gæti orðið fróðleg lesning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Þegar gjörningaveðrið í tengslum við efnahagskreppuna á Íslandi sem hófst seinni hluta árs 2008 verður síðar skoðað í sögulegu samhengi, er engum vafa undirorpið að margir munu staldra við þau tíðindi er þriðji stærsti banki landsins, Glitnir, var þjóðnýttur með afar óvæntum hætti í lok september það ár. Þeir eru raunar ófáir sem telja að með þeirri þjóðnýtingu hafi Seðlabankinn og ríkisstjórnin hrundið af stað skriðu sem ekki sér enn fyrir endann á og breytti landslagi efnahagsmála hér á landi til framtíðar. Seðlabankinn hefur ítrekað haldið því fram að Glitnir hafi á þessum tíma verið kominn í þá stöðu að fátt annað en gjaldþrot hafi blasað við honum, hefði þjóðnýtingin með kaupum á 75 prósent hlutafjár komið til. Forsvarsmenn Glitnis sögðu á móti að þeir hefðu aldrei viljað að svo færi, þvert á móti hefði aðeins verið um tímabundinn lausafjárvanda að ræða og einn stærsti hluthafinn í bankanum, Jón Ásgeir Jóhannesson, gekk svo langt að kalla gjörninginn stærsta bankarán Íslandssögunnar. Formaður bankastjórnar Seðlabankans sagði hins vegar að viðbrögð fyrri eigenda Glitnis einkenndust af mjög miklu vanþakklæti. Nú hafa tveir áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi, þeir Sigurður Einarsson og Tryggvi Þór Herbertsson, stigið fram og skýrt frá því að þeir hafi varað mjög við því á sínum tíma að þessi leið yrði farin. Sigurður sem stjórnarformaður stærsta fjármálafyrirtækis þjóðarinnar og Tryggvi sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hvorki meira né minna. Þetta leiðir hugann að því hvaða faglegu rök hafi legið til grundvallar svo örlagaríkri ákvörðun. Þegar gerðar eru breytingar á stjórnkerfi fiskveiða er jafnan haft um það náið samráð við hagsmunaaðila, of náið segja sumir. En við þjóðnýtingu Glitnis virðist ekkert hafa verið rætt við aðra banka um þá stöðu sem upp var komin. Og hvers vegna var ekkert mark tekið á efnahagsráðgjafanum Tryggva Þór? Mat einhver afleiðingarnar fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann? Að lánshæfismat ríkisins myndi hrynja í kjölfarið? Ekki hagfræðingarnir þar, svo mikið er víst, því upplýst hefur verið að aðalhagfræðingur bankans hafi lesið um þjóðnýtinguna í blöðunum þegar hún var orðinn hlutur. Richard Portes, prófessor í hagfræði í Lundúnum, hefur sagt að þjóðnýting Glitnis hafi verið mikill afleikur, eða „stórslys" eins og hann orðaði það. Seðlabankinn er augljóslega á öðru máli, hann telur að faglega hafi verið að öllu staðið í aðdraganda þessarar ákvörðunar. Mikilvægt er að þessi mál verði skoðuð alveg sérstaklega í því uppgjöri sem boðað hefur verið á orsökum bankakreppunnar. Seðlabankinn mun þar auðvitað leggja fram ítarleg plögg með rökstuðningi sínum fyrir þjóðnýtingu Glitnis, sýna fram á aðra valmöguleika sem uppi voru á borðum og útreikninga á þjóðhagslegum afleiðingum gjörningsins. Þessi gögn liggja auðvitað öll fyrir nú þegar, enda var ákvörðunin fagleg og vandlega undirbyggð á sínum tíma. Þetta gæti orðið fróðleg lesning.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun