Erlent

Sjóræningjar láta til skarar skríða á ný

Sómalskir sjóræningjar eru aðsópsmiklir undan strönd landsins þrátt fyrir veru bandarískra herskipa á svæðinu.
Sómalskir sjóræningjar eru aðsópsmiklir undan strönd landsins þrátt fyrir veru bandarískra herskipa á svæðinu.

Sjóræningjar réðust í dag á basknest fiskiskip sem var við túnfiskveiðar undan ströndum Sómalíu. Tuttugu og sex eru í áhöfn skipsins og ekkert er vitað um afdrif þeirra að því er basknesk yfirvöld segja. Skipið var um 400 kílómetra undan ströndum Sómalíu og fullyrða talsmenn basknesku heimastjórnarinnar að skipið hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem sjóræningjar taka evrópskt skip á þessu svæði sem sagt er vera á meðal þeirra hættulegustu í heimshöfunum. Stutt er síðan franskri lystisnekkju var rænt á svæðinu en það endaði með því að frönskum hersveitum tókst að frelsa skipverjana úr prísund sinni en skipið hafði verið fært til hafnar í Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×