Innlent

Upplausn í störfum Alþingis

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kallar eftir auknu skipulagi í störfum Alþingis. Hann segir hálfgerða upplausn hafi einkennt störf þess undanfarið.

,,Mér finnst að þó aðstæður séu sérstakar og allir hafi skilning á því að starfsáætlun Alþingis er um það bil jafnónýt og fjárlagafrumvarpið gamla þá verða menn að reyna að hafa skipulag á hlutunum," segir formaðurinn.

Steingrímur gagnrýnir að ekki sé búið að leggja fram nýja starfsáætlun sem nái fram að jólum. 

Ríkisstjórnin leggur að hans mati afar illa undirbúin mál fyrir þingið. Auk þess gefist þingmönnum ekki mikill tími til að lesa frumvörpin.

,,Það er ekki góður svipur á því að dag eftir dag þurfi að taka svo gott sem öll mál á dagskrá með afbrigðum."

Núverandi starfsáætlun Alþingis gerði ráð fyrir að þingi yrði frestað á morgun fram til 12. janúar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á fundi með blaðamönnum í morgun að Alþingi mun ljúka störfum fyrir jól 20. eða 21. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×