Lífið

Nýr Idol dómari á að redda Paulu

Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra að ekki sé allt sem sýnist með ráðningu nýja Idol dómarans Köru DioGardi. DioGardi gengur í næstu seríu þáttarins til liðs við þau Simon Cowell, Paulu Abdul og Randy Jackson, sem hafa skipað dómaraliðið frá byrjun.

Margir hafa velt því fyrir sér hvaða þörf væri á fjórða dómaranum. Sérstaklega þar sem það flækir ákvarðanir um hvaða söngfuglar komast áfram, en þar hefur einfaldur meirihluti ráðið hingað til. Skýring þessa ku vera einföld. Framleiðendur þáttarins voru orðnir trítilóðir af pirringi yfir því að Paula mætti seint og illa.

„Þeir vilja hafa aðra konu í hópnum ef Paula missir af upptökum," sagði ónafngreindur heimildamaður OK tímaritsins. Hann sagði að í fjölda skipta hefði skapast neyðarástand við beinar útsendingar á þættinum, þar sem Paula hefði ekki látið sjá sig. „Hún hefur samt gaman af vinnunni sinni, og hvarf ekkert alveg," sagði heimildamaðurinn. Hún kom alltaf aftur. Bara ekki alltaf áður en beina útsendingin kláraðist."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.