Fjórðungi fleiri hafa heimsótt Viðey í ár en í fyrra 17. september 2008 12:50 Frá Viðeyjarhátíð í sumar. Ríflega fjórðungi fleiri heimsóttu Viðey á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Verkefnastjóri fyrir eyna er hæstánægður og segir nóg um að vera á næstu vikum. Athygli var vakin á hinni góðu aðsókn á fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar nýverið. Samkvæmt samantekt sóttu rúmlega 14.200 manns eyna á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir voru um 10.500 í fyrra. Aðspurð segist Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri fyrir Viðey, margar skýringar geta verið á aukinni aðsókn. „Það var einstaklega gott veður í sumar og fleiri kusu að eyða sumarfríinu heima en í útlöndum og litu kannski til náttúrunnar í nágrenni borgarinnar. Það er mjög ánægjulegt hvað aðsóknin hefur aukist mikið, sér í lagi hversu margar fjölskyldur hafa komið í eyna í sumar til að eiga góða stund saman," segir Guðlaug. Siglt er daglega út í eyna yfir sumartímann en þann 1. október tekur vetraráætlun við og þá er farið á laugardögum og sunnudgögum. „Þannig að fólk getur áfram heimsótt eyna og farið í rómantísktar haustgöngur," segir Guðlaug. Friðarsúla og friðartónleikarGuðlaug segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að taka sér verkefnisstjórastöðuna fyrir Viðey.Það stendur mikið til á næstunni enda er ætlunin að kveikja aftur á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Það verður gert á fæðingardegi eiginmanns hennar, Johns Lennon, þann 9. október. „Hún kemur hingað til lands og veitir viðurkenningu úr friðarsjóði sínum og Lennons og það verður nóg um að vera í eynni í tengslum við það," segir Guðlaug og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulagningu dagsins.Reykvíkingar og fleiri geta þó tekið forskot á sæluna því næstu fimmtudagskvöld verða haldnir tónleikar í eynni í aðdraganda þess að kveikt verður á friðarsúlunni. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson ríða á vaðið á morgun með friðartónleikum í Viðeyjarkirkju. Tónleikarnir hefjast allir klukkan 20.30 og verður siglt frá Skarfabakka til Viðeyjar kl.19.45.„Ef vel gengur gæti þetta orðið fastur liður á fimmtudagskvöldum í vetur," segir Guðlaug og bendir á að tónleikarnir séu kærkomið tækifæri til þess að kúpla sig út úr hversdagslífinu og vera minntur á ástina og kærleikann.Það vakti töluverða athygli þegar Guðlaug tók að sér starf verkefnisstjóra í Viðey enda hafði hún getið sér gott orð á leiksviðinu. „Þetta hefur verið alveg frábært og með hverjum deginum sem líður kemur það betur í ljós að þetta var hárrétt ákvörðun hjá mér. Það var kærkomið tækifæri að taka sér hvíld frá hinu," segir Guðlaug sem þó hefur ekki sagt skilið við leiklistina. Landsmenn munu berja hana augum í fyrstu íslensku hrollvekjunni, The Reykjavik Whale Watching Massacre, sem frumsýnd verður á næsta ári. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ríflega fjórðungi fleiri heimsóttu Viðey á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Verkefnastjóri fyrir eyna er hæstánægður og segir nóg um að vera á næstu vikum. Athygli var vakin á hinni góðu aðsókn á fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar nýverið. Samkvæmt samantekt sóttu rúmlega 14.200 manns eyna á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir voru um 10.500 í fyrra. Aðspurð segist Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri fyrir Viðey, margar skýringar geta verið á aukinni aðsókn. „Það var einstaklega gott veður í sumar og fleiri kusu að eyða sumarfríinu heima en í útlöndum og litu kannski til náttúrunnar í nágrenni borgarinnar. Það er mjög ánægjulegt hvað aðsóknin hefur aukist mikið, sér í lagi hversu margar fjölskyldur hafa komið í eyna í sumar til að eiga góða stund saman," segir Guðlaug. Siglt er daglega út í eyna yfir sumartímann en þann 1. október tekur vetraráætlun við og þá er farið á laugardögum og sunnudgögum. „Þannig að fólk getur áfram heimsótt eyna og farið í rómantísktar haustgöngur," segir Guðlaug. Friðarsúla og friðartónleikarGuðlaug segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að taka sér verkefnisstjórastöðuna fyrir Viðey.Það stendur mikið til á næstunni enda er ætlunin að kveikja aftur á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Það verður gert á fæðingardegi eiginmanns hennar, Johns Lennon, þann 9. október. „Hún kemur hingað til lands og veitir viðurkenningu úr friðarsjóði sínum og Lennons og það verður nóg um að vera í eynni í tengslum við það," segir Guðlaug og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulagningu dagsins.Reykvíkingar og fleiri geta þó tekið forskot á sæluna því næstu fimmtudagskvöld verða haldnir tónleikar í eynni í aðdraganda þess að kveikt verður á friðarsúlunni. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson ríða á vaðið á morgun með friðartónleikum í Viðeyjarkirkju. Tónleikarnir hefjast allir klukkan 20.30 og verður siglt frá Skarfabakka til Viðeyjar kl.19.45.„Ef vel gengur gæti þetta orðið fastur liður á fimmtudagskvöldum í vetur," segir Guðlaug og bendir á að tónleikarnir séu kærkomið tækifæri til þess að kúpla sig út úr hversdagslífinu og vera minntur á ástina og kærleikann.Það vakti töluverða athygli þegar Guðlaug tók að sér starf verkefnisstjóra í Viðey enda hafði hún getið sér gott orð á leiksviðinu. „Þetta hefur verið alveg frábært og með hverjum deginum sem líður kemur það betur í ljós að þetta var hárrétt ákvörðun hjá mér. Það var kærkomið tækifæri að taka sér hvíld frá hinu," segir Guðlaug sem þó hefur ekki sagt skilið við leiklistina. Landsmenn munu berja hana augum í fyrstu íslensku hrollvekjunni, The Reykjavik Whale Watching Massacre, sem frumsýnd verður á næsta ári.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira