Lífið

Ég nærist á fréttamennsku, segir Lára Ómarsdóttir

Lára Ómarsdóttir. MYND/Fréttablaðið.
Lára Ómarsdóttir. MYND/Fréttablaðið.

Vísir hafði samband við Láru Ómarsdóttir sem hætti nýverið sem upplýsingafulltrúi hjá Iceland Express og gerðist blaðamaður á 24 Stundum.

„Mjög margir hafa spurt mig að því að undanförnu hvers vegna ég er að hætta hjá Iceland Express og fara að vinna sem blaðamaður hjá 24 stundum og þá hvort mér hafi hreinlega leiðst hjá Iceland Express,

Mér leið vel hjá Iceland Express, þar vinnur mjög skemmtilegt fólk, samstarf við yfirmenn var einstaklega ánægjulegt og framundan er margt skemmtilegt að gerast.

Það sem hins vegar kom í sífellu upp í huga mér var spurningin: Hvað vil ég vera þegar ég verð stór? Vil ég starfa í viðskiptaumhverfi eða vil ég halda áfram í fréttum og blaðamennsku? Svarið var alltaf það sama.

Mörgum kann ef til vill þykja það skrýtið að 37 ára gömul, fimm barna móðir væri að spyrja sig hvað hún vilji verða þegar hún verður stór en ég held að þetta sé spurning sem við þurfum öll reglulega að svara fyrir okkur sjálf.

Það kann að vera erfitt og það fannst mér en einn daginn blasti sannleikurinn við mér og þá varð ég hreinlega hissa á að ég skuli ekki hafa séð hann fyrr: Ég vil vera blaðamaður. Ég vil vera í fréttum. Ég elska þennan lífsstíl, nærist á honum og í honum er ég hamingjusöm."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.