Innlent

Stúlkan í Reykjanesbæ ekki alvarlega slösuð

Málmhluturinn sem stúlkan stakk í spennustöðina.
Málmhluturinn sem stúlkan stakk í spennustöðina. Mynd/Víkurfréttir
Stúlkan sem brenndist þegar hún stakk málmhlut inn í loftræstingu á spennustöð í Reykjanesbæ í kvöld er ekki alvarlega slösuð, að sögn lögreglu. Hún mun þó hafa hlotið brunasár í andliti þegar neistar skutust í hana. Hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún verður undir eftirliti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×