Aðspurður hvort atvinnuveiðarnar borguðu sig sagði Guðmundur: „Ég hef trú á því. Við náttúrlega eigum afurðirnar og ef fólk tekur vel í að kaupa höfum við fyrir okkar snúð." Hann vonast til að kvótinn verði aukinn en segir 40 hrefnur ágætar til að byrja með.
Aðspurður um þau orð gagnrýndenda veiðanna að þær skaði ímynd landsins segir Guðmundur að sú umræða hafi verið í gangi öll þessi ár og „hvalaskoðunarfólk hefur haft áhyggjur af þessu en það hefur bara ekki orðið nein minnkun hjá þeim. Ég held að þetta sé ágæt auglýsing þótt hún sé neikvæð," segir Guðmundur.