Innlent

Tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir er oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna Kristjánsdóttir er oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, fráfarndi varaformanns skipulagsráðs og fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra.

Hanna Birna ítrekaði það sem hún hefur áður sagt að sé alfarið ákvörðun samstarfsflokksins að skipa Magnús Skúlason í stað Ólafar Guðnýjar í skipulagsráð. ,,Ég á ekki von á öðru en að venju samkvæmt virði borgarráð þá ákvörðun."

Nýverið ákvað Ólafur F. Magnússon að víkja Ólöfu Guðnýju úr skipulagsráði þar sem hún nyti ekki lengur trauts hans. Í framhaldinu ákvað Ólafur að skipa Magnús í hennar stað í ráðið.

Í hádegisfréttum Stöðvar 2 kom fram að Ólöf Guðný útilokar ekki að sækja skaðabætur til borgarinnar vegna ákvörðunar Ólafs.

Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ástæðuna sem Ólafur hefur gefið upp nægi ekki. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum verði málefnalegar ástæður að liggja fyrir.






Tengdar fréttir

Útilokar ekki skaðabótamál á hendur borginni

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir útilokar ekki að sækja skaðabætur til borgarinnar vegna ákvörðunar borgarstjóra að reka hana úr skipulagsráði. Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður telur yfirvofandi brottrekstur brot á sveitarstjórnarlögum.

Ólöf Guðný rekin úr skipulagsráði

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir mun að öllum líkindum víkja úr skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Hún sagði við Vísi í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi haft samband við hana í gær og hann hafi tilkynnt henni að hann myndi tilnefna nýjan fulltrúa hennar á næsta fundi borgarráðs. Borgarráð muni svo kjósa um málið.

Ólöf segir Ólaf fara með fleipur

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ólafs F Magnússonar borgarstjóra og fráfarandi varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, segir borgarstjóra fara með fleipur og hafa dregið umræðuna niður á plan sem ekki sé embættinu sæmandi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Tjáir sig ekki um málefni Ólafar Guðnýjar

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, tjáir sig ekki á þessari stundu um ástæður þess að Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, varaformaður skipulagsráðs, víkur úr ráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×