Lífið

Björgólfur flaug til Peking til að sjá Strákana okkar

Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands.
Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands.

Fjölmargir Íslendingar fylgdust með íslenska landsliðinu taka við silfuverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í Peking í morgun.

Á meðal þeirra var Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands. Björgólfur flaug til Peking ásamt Kristínu eiginkonu sinni til þess að sjá leikinn við Frakka en þau ætla einnig að vera viðstödd lokaathöfn leikanna sem fram fer í kvöld.

Eins og fram hefur komið á Vísi er ekki hægt að fljúga með einkaþotum til Peking þá daga sem ólympíuleikarnir standa yfir.

Björgólfur hefur því lagt það á sig að ferðast með almennu áætlunaflugi til þess að sjá Strákana okkar spila um gullið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.