Innlent

Vélarvana togara komið til aðstoðar við innsiglinguna til Eyja

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GVA

Lóðsinn í Vestmannaeyjum og Björgunarfélagið í Eyjum voru kölluð út í morgun vegna vélarvana togara, Gullbergs VE 292, sem staddur var við Klettsnef fyrir utan innsiglinguna til Vestmannaeyja.

Í tilkynningu frá vaktstöð siglinga segir að tólf menn hafi verið í togaranum og barst tilkynningin um bilunina um hálfsjö. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði samstundis út Björgunarfélagið og Lóðsinn sem brugðust hratt við og var Lóðsinn kominn að Gullbergi rétt fyrir klukkan sjö. Var togarinn svo kominn að bryggju í Vestmannaeyjum laust eftir klukkan sjö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×