Innlent

Fjölmenni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Það var mikið fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag þar sem áskrifendur Stöðvar 2 og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í boði Stöðvar 2. Að vanda var afar fjölmennt en gert er ráð fyrir að ríflega 16 þús manns hafi verið í garðinum þegar hæst stóð, í mildu og góðu veðri.

Boðið var uppá skemmtiatriði tilvalin fyrir börn á öllum aldri. Sveppi og Villi grínuðu og tóku lagið, sem og Skoppa og Skrítla sem kættu allra yngstu gestina með gælum sínum og glensi. Þá var frítt í tækin fyrir alla og þegar hungrið sagði til sín gátu allir fengið sér pylsu og svalardrykk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×