Enski boltinn

Átta ensk félög keypt á 244 milljarða frá 2003

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Manchester United.
Leikmenn Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Á undanförnum fimm árum hafa erlendir aðilar keypt átta ensk úrvalsdeildarfélög fyrir samtals 244 milljarða króna. Það gera 1541 milljónir punda.

WH Holding með Björgólf Guðmundsson í fararbroddi keypti West Ham í október árið 2006 fyrir 108 milljónir punda.

Glazer-fjölskyldan ber þó ábyrgð á helming heildarupphæðarinnar þar sem hún keypti Manchester United á 777 milljónir punda.

Hér fyrir neðan má sjá þá erlendu aðila sem hafa keypt félög í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum fimm árum.



Chelsea


Keypt í júlí 2003 af Roman Abramovich frá Rússlandi fyrir 136 milljónir punda.



Manchester United


Keypt í maí 2005 af Glazer-fjölskyldunni frá Bandaríkjunum fyrir 777 milljónir punda.

Portsmouth

Keypt í janúar 2006 af Alexandre Gaydamak frá Frakklandi og Ísrael fyrir 67 milljónir punda.

Aston Villa

Keypt í ágúst 2006 af Randy Lerner frá Bandaríkjunum fyrir 75 milljónir punda.

West Ham

Keypt í október 2006 af Björgólfi Guðmundssyni frá Íslandi fyrir 108 milljónir punda.

Liverpool

Keypt í mars 2007 af Tom Hicks og George Gillett frá Bandaríkjunum fyrir 219 milljónir punda.

Manchester City

Keypt í júlí 2007 af Thaksin Shinawatra frá Taílandi fyrir 82 milljónir punda.

Derby County

Keypt í janúar 2008 af bandarísku fjárfestingarfélagi fyrir 50 milljónir punda.

Tengdar fréttir

Markmið West Ham að lækka launakostnað

Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, segir í samtali við Vísi að það sé markmið félagisns að minnka hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×