Innlent

Sektaðir fyrir brot á útvarpslögum

MYND/GVA

Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjaness og sektaði fjóra menn um hálfa milljón hvern fyrir brot á útvarpslögum.

Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa í starfi fyrir félag í Reykjanesbæ opnað útsendingar átta sjónvarpsstöðva með myndlyklum og dreifa gegn endurgjaldi og án heimildar til allt að 1650 aðila í Reykjanesbæ sem ekki voru áskrifendur að stöðvunum. Meðal stöðvanna voru Sky One, Sky Movies, Sky Sport, Cartoon Network og Comedy Channel.

Veittur var aðgangur að sumum stöðvanna allt frá árinu 2000 og þar til lögreglan stöðvaði útsendingarnar í byrjun árs 2004. Voru fjórmenningarnir sem fyrr segir dæmdir til að greiða 500 þúsund krónur í sekt en sæta ella fangelsi í 28 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×