Innlent

Aðeins eitt gilt tilboð í nýja Vestmannaeyjaferju

Nýju ferjunni er ætla að leysa Herjólf af hólmi og á hún að sigla á milli Bakkafjöru og Eyja.
Nýju ferjunni er ætla að leysa Herjólf af hólmi og á hún að sigla á milli Bakkafjöru og Eyja.

Aðeins eitt gilt tilboð barst í smíði nýrrar Vestmannaeyjarferju og rekstur á skipinu í 15 ár. Þetta kemur fram á sunnlenska fréttavefnum Suðurlandið.is.

Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í morgun og bárust tvö tilboð annað frá Samskipum en hitt frá Vestmannaeyjabæ og Vinnslustöðinni. Tilboði Samskipa var vísað frá en ekki liggur fyrir af hvaða ástæðum það var gert.

Þá segir í fréttinni að Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hafi lagt fram sex tilboð, mismunandi há, eftir því hvaða vélbúnaður yrði notaður í skipið og hversu hátt framlag ríkissjóðs yrði við upphaf samningsins. Lægsta tilboð þeirra hljóðaði upp rúma tólf milljarða en hæsta upp á rúma 16.

Í dag klukkan 14 var fyrirhugaður fundur milli samgönguráðuneytisins og fulltrúa Vestmannaeyjabæjar, þar sem fara átti yfir tilboðið en engar fregnir hafa borist af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×