Innlent

Nýr einkarekinn leikskóli í Hafnarfirði

Leikskóli. Þessi mynd tengist fréttinni ekki. Mynd/ Anton Brink.
Leikskóli. Þessi mynd tengist fréttinni ekki. Mynd/ Anton Brink.
Hafnarfjarðarbær og Bjargir leikskólar ehf undirrituðu þjónustusamning í hádeginu í dag, um leikskólastarf og rekstur ungbarnaleikskóla í Hafnarfirði. Hann mun heita Leikskólinn Bjarmi.

„Í þjónustusamningnum felst að bærinn leggur til húsnæði og rekstrarfé til að börn í Hafnarfirði geti dvalið á leikskólanum með sama tilkostnaði og í leikskólum reknum á vegum bæjarins en Bjargir leikskólar ehf annast framkvæmdina. Leikskólinn mun taka til starfa í byrjun næsta skólaárs. Eigendur Bjarga leikskóla ehf eru leikskólakennararnir Helga Björg Axelsdóttir og Svava Björk Mörk en þær starfa nú í leikskólanum Stekkjarási," segir í frétt á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Um er að ræða 24 barna leikskóli sem mun sérhæfa sig í starfi með börnum á aldrinum 9 - 18 mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×