Innlent

Stál í stál vegna REI

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. Mynd/ Valli.

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir að ekki komi til greina að selja einkaaðilum hlut í REI. Þetta kom fram í Kastljósi nú í kvöld.

Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI, sagði hins vegar í Kastljósinu í gær að vel kæmi til greina að selja einkaaðilum félagið og undir þau sjónarmið tók Gísi Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í dag.

Ólafur sagði að ummæli Kjartans hefðu verið óheppileg, en þrátt fyrir það ríkti fullt traust þeirra á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×