Erlent

Tók grillið með inn og fékk reykeitrun

Notist utandyra.
Notist utandyra.

Sex manna fjölskylda var lögð inn á sjúkrahús á Hróarskeldu í nótt vegna gruns um reykeitrun. Fjölskyldan býr í Vestur - Såby, sem er vestur af Hróarskeldu.

Í gærkvöldi voru þau svo með grillveislu fyrir utan heimilið sitt og lauk henni um níuleytið að dönskum tíma. Fjölskyldufaðirinn ákvað að horfa á sjónvarpið og tók grillið inn til þess ylja sér við hitann frá því, að sögn Lars Morgensen, vaktstjóra hjá lögreglunni á Mið- og Vestur-Sjálandi.

Maðurinn sofnaði í sjónvarpssófanum. Konan hans vaknaði hins vegar upp skömmu eftir miðnætti í svefnherbergi sínu við miklar kvalir og höfuðverki. Börn þeirra, sem eru á aldrinu 17-27 ára vöknuðu einnig upp við mikla verki og fundu föðurinn meðvitundarlausan á sófanum. Þau hringdu því í neyðarlínuna. Svo fór að þeim var öllum ekið að sjúkrahúsinu í Hróarskeldu með reykeitrun. Þau voru síðan útskrifuð af sjúkrahúsinu síðar um daginn.

Lögreglan segir að fjölskylduföðurnum hafi greinilega ekki verið það ljóst að það er stranglega bannað að taka grillið með inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×