Innlent

Flensan í rénun á landinu

MYND/Vilhelm

Inflúensan sem gekk yfir landið í vetur er í rénun en alls var um þrjá stofna að ræða.

Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins segir að sú breyting hafi orðið að meðalaldur sjúklinga hafi hækkað síðustu þrjár vikurnar úr 25 árum í 46 ár. Á sama tímabili greindist inflúensa A, af stofni H3N1, í flestum tilfellanna, en framan af í faraldrinum greindist inflúensa A einungis af H1N1 stofni. Inflúensa A og B greindust jafn oft.

Segir Landlæknisembættið að sú staðreynd að þrír stofnar inflúensu hafi gengið yfir landið kunni að skýra að margir hafa kvartað yfir endurteknum inflúensueinkennum. Þess skal þó getið að í bóluefninu gegn inflúensu felst vörn gegn stofnunum þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×