Erlent

Búist við nýrri ríkisstjórn í Belgíu á morgun

Herman Van Rompuy
Herman Van Rompuy

Búist er við því að að stjórnmálaflokkar í Belgíu nái að mynda nýja ríkisstjórn í landinu á morgun. Það er Herman Van Rompuy sem fenginn var til þess að koma saman nýrri stjórn sem heldur þessu fram.

„Viðræðurnar hafa verið jákvæðar, á morgun munum við klára samkomulag," sagði flæmski kristilegi demókratinn Herman við útvarpsstöð í Belgíu í kvöld.

Herman var fenginn til þess að mynda nýja stjórn eftir að forsætisráðherra landsins, Yves Leterme, sagði af sér þann 19.desember vegna hneykslismáls.

Þá afhenti Leterme konungi landsins uppsagnarbréf ríkisstjórnarinnar eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að stjórnin hefði reynt að hafa áhrif á úrskurð dómstóla í tengslum við fall Fortis bankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×