Innlent

Yoko Ono til Íslands á morgun

MYND/Pjetur

Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns Lennon, er væntanleg til landsins á morgun til að afhenda friðarverðlaun Lennon-Ono og tendra ljósið á friðarsúlunni í Viðey.

Friðarverðlaunin verða afhent við athöfn í Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar, kl. 14 á fimmtudag, 9. október, á afmælisdegi Johns Lennon. Um kvöldið mun Yoko síðan sigla út í Viðey til að kveikja á friðarsúlunni en það verður gert kl. 20 við látlausa athöfn. Í fyrra, þegar súlan var vígð, mætti bítillinn Ringo Starr einnig út í Viðey til að aðstoða Yoko en hann kemur ekki að þessu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×