Innlent

Grunur um brot á útlendingalögum

Lögregla á vettvangi í morgun.
Lögregla á vettvangi í morgun. MYND/Víkurfréttir
Aðgerð lögregluyfirvalda við dvalarstaði hælsileitenda í Njarðvíkum er lokið en ráðist var til inngöngu á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjaness eftir því sem segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Rökstuddur grunur lá fyrir um á að munir og gögn væri að finna á stöðunum sem lögreglu væri nauðsyn að leggja hald á til að upplýsa um brot sem einkum kunna að varða við lög um útlendinga.

Um 60 lögreglumenn frá embættum lögreglustjórans á Suðurnesjum, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra tóku þátt í húsleitunum. Niðurstöður aðgerðanna liggja ekki enn fyrir, en lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur boðað fréttatilkynningu klukkan 17 í dag þar sem nánari upplýsingar verði veittar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×