Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum Jón Fanndal Þórðarson skrifar 29. febrúar 2008 00:00 Ólafur Egilsson, annar forsprakkinn í þessum leik, sagði í sjónvarpi eftir málþingið á Ísafirði að verkfræðingurinn mundi kanna hvort einhverjir hnökrar væru á því að byggja olíuhreinsistöð á þessum stöðum. Hvort hann finnur einhverja hnökra á veit ég að sjálfsögðu ekki. Ég ætla að bera fram nokkrar spurningar sem flokkast gætu undir hnökra. Vonandi fæ ég svör en beini spurningum mínum til forsvarsmanna íslensks hátækni-iðnaðar 1) Hvaða fyrirtæki, rússnesk eða annarra þjóða, eru það sem þið eruð umboðsmenn fyrir? Ef ekki er hægt að gefa upp nöfn þeirra hver er þá ástæða þess? 2) Fram hefur komið að 500 manns munu vinna við olíuhreinsistöina fullbúna. Hvað er áætlað að margir muni vinna við byggingu stöðvarinnar? 3) Á byggingartímanum má gera ráð fyrir afar miklum flutningum á efni og mannskap (ca. 1000 störf.) Teljið þið að núverandi hafnarmannvirki, vegir og flugvellir á svæðinu séu í stakk búin til að taka við þessum flutningum? Ef svo er ekki, hverjir munu standa straum af þeim kosnaði, íslenska ríkið eða huldufyrirtækin, sem áhuga hafa á að byggja olíuhreinsistöð? 4) Hvað áætlið þið að mörg prósent starfsmanna verði Íslendingar? 5) Er æskilegt að ykkar mati, að fá rússneska nýlendu í Arnarfjörð eða Dýrafjörð? 6) Því hefur verið haldið fram að olíuhreinsistöð af þessari stærðargráðu þurfi um 4 terawött af rafmagni. Það eru um 10% af allri virkjanlegri orku í landinu. Véfengið þið þessar tölur? Ef svo er ekki, hvernig ætlið þið þá að afla þeirrar orku sem þið þurfið og hve mikill hluti orkunnar verður frá vatnsaflsstöðvum og hve mikil hluti frá olíukynntum stöðvum? 7) Fyrir nokkrum árum fylltist Dýrafjörður skyndilega af hafís. Óttist þið nokkuð að þannig ástand geti orðið hættulegt? 8) Teljið þið, að ekki sé háskalegt að sigla risastórum olíudrekum vestur fyrir Horn í stórsjó og náttmyrkri inn á einhvern fjörðinn fyrir vestan? Olíuslys á þessum slóðum er það hryllilegasta sem hent gæti þjóðina og þá ekki síst Vestfirðinga. 9) Framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar telur æskilegt að ferðir olíiuskipa verði eins langt austur af landinu og mögulegt er. Norðmenn, ásamt fleiri þjóðum, hafa miklar áhyggjur af stórauknum ferðum risaolíuskipa í norðurhöfum. Komið hefur til tals að banna ferðir þessara skipa um sundið milli Íslands og Grænlands. Ef svo yrði myndi það ekki setja strik í reikninginn varðandi staðsetningu olíustöðvar á Vestfjörðum? Eflaust mætti spyrja fleiri spurninga en þetta er nóg í bili. Í upphafi þessa olíuhreinsunarstöðvarmáls ritaði ég grein þar sem ég benti á að þetta væri svo arfavitlaus hugmynd að ekki ætti að eyða púðri á hana. Ég fékk þau svör að sjálfsagt væri að skoða málið. Það var gert og sendinefnd frá sveitarstjórnum á Vestfjörðum fór til Hollands og víðar til að skoða olíuhreinsistöðvar. Einn sendinefndarmaður saðist ekki hafa fundið neina lykt í stöðinn né í nágrenni hennar og taldi því að engin mengun stafaði af olíuhreinsistöðvum. Kanske var maðurinn bara kvefaður. Fjórðungssamband Vestfirðinga lét upp á sinn reikning mæla dýpið í mynni Dýrafjarðar en ný sjókort vantar. Mín skoðun er sú að olíuhreinsistöð verði aldrei byggð á Vestfjörðum, Guði sé lof. Vestfirðir er sá staður á jarðarkringlunni sem er vitlausastur til hýsa olíuhreinsistöð. Það var ljótur leikur hjá þeim fóstbræðrum Ólafi Egilssyni og Hilmari Foss að kasta þessari smjörklípu framan í Vestfirðinga sem eru í sárum út af kvótamissi. Þið hafið haft fjölda Vestfirðinga að fíflum. Ykkar mottó hlýtur að vera: Ekkert borgarhlið svo hátt að asni klyfjaður gulli komist ekki þar yfir. Biðjið Vestfirðinga afsökunar. Höfundur er verslunarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ólafur Egilsson, annar forsprakkinn í þessum leik, sagði í sjónvarpi eftir málþingið á Ísafirði að verkfræðingurinn mundi kanna hvort einhverjir hnökrar væru á því að byggja olíuhreinsistöð á þessum stöðum. Hvort hann finnur einhverja hnökra á veit ég að sjálfsögðu ekki. Ég ætla að bera fram nokkrar spurningar sem flokkast gætu undir hnökra. Vonandi fæ ég svör en beini spurningum mínum til forsvarsmanna íslensks hátækni-iðnaðar 1) Hvaða fyrirtæki, rússnesk eða annarra þjóða, eru það sem þið eruð umboðsmenn fyrir? Ef ekki er hægt að gefa upp nöfn þeirra hver er þá ástæða þess? 2) Fram hefur komið að 500 manns munu vinna við olíuhreinsistöina fullbúna. Hvað er áætlað að margir muni vinna við byggingu stöðvarinnar? 3) Á byggingartímanum má gera ráð fyrir afar miklum flutningum á efni og mannskap (ca. 1000 störf.) Teljið þið að núverandi hafnarmannvirki, vegir og flugvellir á svæðinu séu í stakk búin til að taka við þessum flutningum? Ef svo er ekki, hverjir munu standa straum af þeim kosnaði, íslenska ríkið eða huldufyrirtækin, sem áhuga hafa á að byggja olíuhreinsistöð? 4) Hvað áætlið þið að mörg prósent starfsmanna verði Íslendingar? 5) Er æskilegt að ykkar mati, að fá rússneska nýlendu í Arnarfjörð eða Dýrafjörð? 6) Því hefur verið haldið fram að olíuhreinsistöð af þessari stærðargráðu þurfi um 4 terawött af rafmagni. Það eru um 10% af allri virkjanlegri orku í landinu. Véfengið þið þessar tölur? Ef svo er ekki, hvernig ætlið þið þá að afla þeirrar orku sem þið þurfið og hve mikill hluti orkunnar verður frá vatnsaflsstöðvum og hve mikil hluti frá olíukynntum stöðvum? 7) Fyrir nokkrum árum fylltist Dýrafjörður skyndilega af hafís. Óttist þið nokkuð að þannig ástand geti orðið hættulegt? 8) Teljið þið, að ekki sé háskalegt að sigla risastórum olíudrekum vestur fyrir Horn í stórsjó og náttmyrkri inn á einhvern fjörðinn fyrir vestan? Olíuslys á þessum slóðum er það hryllilegasta sem hent gæti þjóðina og þá ekki síst Vestfirðinga. 9) Framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar telur æskilegt að ferðir olíiuskipa verði eins langt austur af landinu og mögulegt er. Norðmenn, ásamt fleiri þjóðum, hafa miklar áhyggjur af stórauknum ferðum risaolíuskipa í norðurhöfum. Komið hefur til tals að banna ferðir þessara skipa um sundið milli Íslands og Grænlands. Ef svo yrði myndi það ekki setja strik í reikninginn varðandi staðsetningu olíustöðvar á Vestfjörðum? Eflaust mætti spyrja fleiri spurninga en þetta er nóg í bili. Í upphafi þessa olíuhreinsunarstöðvarmáls ritaði ég grein þar sem ég benti á að þetta væri svo arfavitlaus hugmynd að ekki ætti að eyða púðri á hana. Ég fékk þau svör að sjálfsagt væri að skoða málið. Það var gert og sendinefnd frá sveitarstjórnum á Vestfjörðum fór til Hollands og víðar til að skoða olíuhreinsistöðvar. Einn sendinefndarmaður saðist ekki hafa fundið neina lykt í stöðinn né í nágrenni hennar og taldi því að engin mengun stafaði af olíuhreinsistöðvum. Kanske var maðurinn bara kvefaður. Fjórðungssamband Vestfirðinga lét upp á sinn reikning mæla dýpið í mynni Dýrafjarðar en ný sjókort vantar. Mín skoðun er sú að olíuhreinsistöð verði aldrei byggð á Vestfjörðum, Guði sé lof. Vestfirðir er sá staður á jarðarkringlunni sem er vitlausastur til hýsa olíuhreinsistöð. Það var ljótur leikur hjá þeim fóstbræðrum Ólafi Egilssyni og Hilmari Foss að kasta þessari smjörklípu framan í Vestfirðinga sem eru í sárum út af kvótamissi. Þið hafið haft fjölda Vestfirðinga að fíflum. Ykkar mottó hlýtur að vera: Ekkert borgarhlið svo hátt að asni klyfjaður gulli komist ekki þar yfir. Biðjið Vestfirðinga afsökunar. Höfundur er verslunarmaður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar