Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum Jón Fanndal Þórðarson skrifar 29. febrúar 2008 00:00 Ólafur Egilsson, annar forsprakkinn í þessum leik, sagði í sjónvarpi eftir málþingið á Ísafirði að verkfræðingurinn mundi kanna hvort einhverjir hnökrar væru á því að byggja olíuhreinsistöð á þessum stöðum. Hvort hann finnur einhverja hnökra á veit ég að sjálfsögðu ekki. Ég ætla að bera fram nokkrar spurningar sem flokkast gætu undir hnökra. Vonandi fæ ég svör en beini spurningum mínum til forsvarsmanna íslensks hátækni-iðnaðar 1) Hvaða fyrirtæki, rússnesk eða annarra þjóða, eru það sem þið eruð umboðsmenn fyrir? Ef ekki er hægt að gefa upp nöfn þeirra hver er þá ástæða þess? 2) Fram hefur komið að 500 manns munu vinna við olíuhreinsistöina fullbúna. Hvað er áætlað að margir muni vinna við byggingu stöðvarinnar? 3) Á byggingartímanum má gera ráð fyrir afar miklum flutningum á efni og mannskap (ca. 1000 störf.) Teljið þið að núverandi hafnarmannvirki, vegir og flugvellir á svæðinu séu í stakk búin til að taka við þessum flutningum? Ef svo er ekki, hverjir munu standa straum af þeim kosnaði, íslenska ríkið eða huldufyrirtækin, sem áhuga hafa á að byggja olíuhreinsistöð? 4) Hvað áætlið þið að mörg prósent starfsmanna verði Íslendingar? 5) Er æskilegt að ykkar mati, að fá rússneska nýlendu í Arnarfjörð eða Dýrafjörð? 6) Því hefur verið haldið fram að olíuhreinsistöð af þessari stærðargráðu þurfi um 4 terawött af rafmagni. Það eru um 10% af allri virkjanlegri orku í landinu. Véfengið þið þessar tölur? Ef svo er ekki, hvernig ætlið þið þá að afla þeirrar orku sem þið þurfið og hve mikill hluti orkunnar verður frá vatnsaflsstöðvum og hve mikil hluti frá olíukynntum stöðvum? 7) Fyrir nokkrum árum fylltist Dýrafjörður skyndilega af hafís. Óttist þið nokkuð að þannig ástand geti orðið hættulegt? 8) Teljið þið, að ekki sé háskalegt að sigla risastórum olíudrekum vestur fyrir Horn í stórsjó og náttmyrkri inn á einhvern fjörðinn fyrir vestan? Olíuslys á þessum slóðum er það hryllilegasta sem hent gæti þjóðina og þá ekki síst Vestfirðinga. 9) Framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar telur æskilegt að ferðir olíiuskipa verði eins langt austur af landinu og mögulegt er. Norðmenn, ásamt fleiri þjóðum, hafa miklar áhyggjur af stórauknum ferðum risaolíuskipa í norðurhöfum. Komið hefur til tals að banna ferðir þessara skipa um sundið milli Íslands og Grænlands. Ef svo yrði myndi það ekki setja strik í reikninginn varðandi staðsetningu olíustöðvar á Vestfjörðum? Eflaust mætti spyrja fleiri spurninga en þetta er nóg í bili. Í upphafi þessa olíuhreinsunarstöðvarmáls ritaði ég grein þar sem ég benti á að þetta væri svo arfavitlaus hugmynd að ekki ætti að eyða púðri á hana. Ég fékk þau svör að sjálfsagt væri að skoða málið. Það var gert og sendinefnd frá sveitarstjórnum á Vestfjörðum fór til Hollands og víðar til að skoða olíuhreinsistöðvar. Einn sendinefndarmaður saðist ekki hafa fundið neina lykt í stöðinn né í nágrenni hennar og taldi því að engin mengun stafaði af olíuhreinsistöðvum. Kanske var maðurinn bara kvefaður. Fjórðungssamband Vestfirðinga lét upp á sinn reikning mæla dýpið í mynni Dýrafjarðar en ný sjókort vantar. Mín skoðun er sú að olíuhreinsistöð verði aldrei byggð á Vestfjörðum, Guði sé lof. Vestfirðir er sá staður á jarðarkringlunni sem er vitlausastur til hýsa olíuhreinsistöð. Það var ljótur leikur hjá þeim fóstbræðrum Ólafi Egilssyni og Hilmari Foss að kasta þessari smjörklípu framan í Vestfirðinga sem eru í sárum út af kvótamissi. Þið hafið haft fjölda Vestfirðinga að fíflum. Ykkar mottó hlýtur að vera: Ekkert borgarhlið svo hátt að asni klyfjaður gulli komist ekki þar yfir. Biðjið Vestfirðinga afsökunar. Höfundur er verslunarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Egilsson, annar forsprakkinn í þessum leik, sagði í sjónvarpi eftir málþingið á Ísafirði að verkfræðingurinn mundi kanna hvort einhverjir hnökrar væru á því að byggja olíuhreinsistöð á þessum stöðum. Hvort hann finnur einhverja hnökra á veit ég að sjálfsögðu ekki. Ég ætla að bera fram nokkrar spurningar sem flokkast gætu undir hnökra. Vonandi fæ ég svör en beini spurningum mínum til forsvarsmanna íslensks hátækni-iðnaðar 1) Hvaða fyrirtæki, rússnesk eða annarra þjóða, eru það sem þið eruð umboðsmenn fyrir? Ef ekki er hægt að gefa upp nöfn þeirra hver er þá ástæða þess? 2) Fram hefur komið að 500 manns munu vinna við olíuhreinsistöina fullbúna. Hvað er áætlað að margir muni vinna við byggingu stöðvarinnar? 3) Á byggingartímanum má gera ráð fyrir afar miklum flutningum á efni og mannskap (ca. 1000 störf.) Teljið þið að núverandi hafnarmannvirki, vegir og flugvellir á svæðinu séu í stakk búin til að taka við þessum flutningum? Ef svo er ekki, hverjir munu standa straum af þeim kosnaði, íslenska ríkið eða huldufyrirtækin, sem áhuga hafa á að byggja olíuhreinsistöð? 4) Hvað áætlið þið að mörg prósent starfsmanna verði Íslendingar? 5) Er æskilegt að ykkar mati, að fá rússneska nýlendu í Arnarfjörð eða Dýrafjörð? 6) Því hefur verið haldið fram að olíuhreinsistöð af þessari stærðargráðu þurfi um 4 terawött af rafmagni. Það eru um 10% af allri virkjanlegri orku í landinu. Véfengið þið þessar tölur? Ef svo er ekki, hvernig ætlið þið þá að afla þeirrar orku sem þið þurfið og hve mikill hluti orkunnar verður frá vatnsaflsstöðvum og hve mikil hluti frá olíukynntum stöðvum? 7) Fyrir nokkrum árum fylltist Dýrafjörður skyndilega af hafís. Óttist þið nokkuð að þannig ástand geti orðið hættulegt? 8) Teljið þið, að ekki sé háskalegt að sigla risastórum olíudrekum vestur fyrir Horn í stórsjó og náttmyrkri inn á einhvern fjörðinn fyrir vestan? Olíuslys á þessum slóðum er það hryllilegasta sem hent gæti þjóðina og þá ekki síst Vestfirðinga. 9) Framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar telur æskilegt að ferðir olíiuskipa verði eins langt austur af landinu og mögulegt er. Norðmenn, ásamt fleiri þjóðum, hafa miklar áhyggjur af stórauknum ferðum risaolíuskipa í norðurhöfum. Komið hefur til tals að banna ferðir þessara skipa um sundið milli Íslands og Grænlands. Ef svo yrði myndi það ekki setja strik í reikninginn varðandi staðsetningu olíustöðvar á Vestfjörðum? Eflaust mætti spyrja fleiri spurninga en þetta er nóg í bili. Í upphafi þessa olíuhreinsunarstöðvarmáls ritaði ég grein þar sem ég benti á að þetta væri svo arfavitlaus hugmynd að ekki ætti að eyða púðri á hana. Ég fékk þau svör að sjálfsagt væri að skoða málið. Það var gert og sendinefnd frá sveitarstjórnum á Vestfjörðum fór til Hollands og víðar til að skoða olíuhreinsistöðvar. Einn sendinefndarmaður saðist ekki hafa fundið neina lykt í stöðinn né í nágrenni hennar og taldi því að engin mengun stafaði af olíuhreinsistöðvum. Kanske var maðurinn bara kvefaður. Fjórðungssamband Vestfirðinga lét upp á sinn reikning mæla dýpið í mynni Dýrafjarðar en ný sjókort vantar. Mín skoðun er sú að olíuhreinsistöð verði aldrei byggð á Vestfjörðum, Guði sé lof. Vestfirðir er sá staður á jarðarkringlunni sem er vitlausastur til hýsa olíuhreinsistöð. Það var ljótur leikur hjá þeim fóstbræðrum Ólafi Egilssyni og Hilmari Foss að kasta þessari smjörklípu framan í Vestfirðinga sem eru í sárum út af kvótamissi. Þið hafið haft fjölda Vestfirðinga að fíflum. Ykkar mottó hlýtur að vera: Ekkert borgarhlið svo hátt að asni klyfjaður gulli komist ekki þar yfir. Biðjið Vestfirðinga afsökunar. Höfundur er verslunarmaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar