Virkt nám – styrkari sjálfsmynd Sigríður Stephensen skrifar 27. febrúar 2008 05:45 Á síðustu árum hefur verið unnið við að brúa bilið á milli skólastiga. Samvinna leik- og grunnskóla hefur aukist og Reykjavíkurborg ákveðið að gera tilraun til að færa fimm ára börn inn í grunnskólana svo rými skapist fyrir yngri börn í leikskólum. Með fjölgun ungbarnaleikskóla þarf að marka stefnu nýs skólastigs og brúa bilið á milli leikskólastiga líkt og gert hefur verið á milli leik- og grunnskóla. Marka þarf stefnu frá upphafi skólagöngu sex mánaða barna fram í grunnskóla. Leikskólar Félagsstofnunar stúdenta, sem hafa um árabil rekið leikskóla fyrir sex mánaða til sex ára, hafa stigið fyrstu skrefin í átt að sameiginlegri stefnu allra leikskóla sinna. Föstudaginn 29. febrúar munu skólarnir standa fyrir opnu málþingi (sjá www.fs.is). Þar mun Shelley Nemeth, frá High/Scope Educational Research Foundation, meðal annarra fjalla um virkt nám. Er það stefnan sem Leikskólar stúdenta vinna nú samkvæmt. High/Scope leggur áherslu á virkt nám, persónulegt frumkvæði og jákvæð samskipti fullorðins og barns. Virkt námsumhverfi býður börnum upp á val og svigrúm til sjálfstæðrar ákvarðanatöku. Með þátttöku þróa þau með sér frumkvæði og félagslegan vilja sem hefur áhrif á frekara nám og ákvarðanatöku í lífinu. Kraftur virka námsins sprettur af frumkvæði barnsins. Virknin felst í að kanna, spyrja, gera mistök, leysa þrautir og finna markmið í samræmi við þroska. Barnið tekst á við verkefnin og á um leið samskipti við kennara og nemendur. Sjálfsmynd styrkist og víðsýni eykst. Virkt nám byggir á samskiptum, kennarinn styður við barnið og virkjar sjálfstæði þess. Með sameiningu HÍ og KHÍ mun stúdentum við HÍ fjölga og kröfur um þjónustu Leikskóla stúdenta aukast. Ný stefna mun skila betri leikskólum með skilvirkara námi og skapa umhverfi sem nýtist háskólasamfélaginu t.d. við verkefni og rannsóknir. Höfundur er leikskólastjóri á Mánagarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið unnið við að brúa bilið á milli skólastiga. Samvinna leik- og grunnskóla hefur aukist og Reykjavíkurborg ákveðið að gera tilraun til að færa fimm ára börn inn í grunnskólana svo rými skapist fyrir yngri börn í leikskólum. Með fjölgun ungbarnaleikskóla þarf að marka stefnu nýs skólastigs og brúa bilið á milli leikskólastiga líkt og gert hefur verið á milli leik- og grunnskóla. Marka þarf stefnu frá upphafi skólagöngu sex mánaða barna fram í grunnskóla. Leikskólar Félagsstofnunar stúdenta, sem hafa um árabil rekið leikskóla fyrir sex mánaða til sex ára, hafa stigið fyrstu skrefin í átt að sameiginlegri stefnu allra leikskóla sinna. Föstudaginn 29. febrúar munu skólarnir standa fyrir opnu málþingi (sjá www.fs.is). Þar mun Shelley Nemeth, frá High/Scope Educational Research Foundation, meðal annarra fjalla um virkt nám. Er það stefnan sem Leikskólar stúdenta vinna nú samkvæmt. High/Scope leggur áherslu á virkt nám, persónulegt frumkvæði og jákvæð samskipti fullorðins og barns. Virkt námsumhverfi býður börnum upp á val og svigrúm til sjálfstæðrar ákvarðanatöku. Með þátttöku þróa þau með sér frumkvæði og félagslegan vilja sem hefur áhrif á frekara nám og ákvarðanatöku í lífinu. Kraftur virka námsins sprettur af frumkvæði barnsins. Virknin felst í að kanna, spyrja, gera mistök, leysa þrautir og finna markmið í samræmi við þroska. Barnið tekst á við verkefnin og á um leið samskipti við kennara og nemendur. Sjálfsmynd styrkist og víðsýni eykst. Virkt nám byggir á samskiptum, kennarinn styður við barnið og virkjar sjálfstæði þess. Með sameiningu HÍ og KHÍ mun stúdentum við HÍ fjölga og kröfur um þjónustu Leikskóla stúdenta aukast. Ný stefna mun skila betri leikskólum með skilvirkara námi og skapa umhverfi sem nýtist háskólasamfélaginu t.d. við verkefni og rannsóknir. Höfundur er leikskólastjóri á Mánagarði.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar