Eftirmáli umræðu Sigurður Líndal skrifar 16. febrúar 2008 06:00 Umræðan Skipan héraðsdómara Athyglisverð umræða hefur farið fram um löglega og ólöglega stjórnarhætti í tengslum við nýlega skipun héraðsdómara. Umræðan varpar ljósi á margt sem einkennir orðræðu um stjórnmál hér á landi. Þótt nú hafi um sinn svokallað REI-mál og álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um stjórn fiskveiða dregið að sér athygli, sýnist mér umræðan um dómaraskipunina geti varpað vissu ljósi á orð og ummæli manna í þeim málum. SannleikssniðgangaFyrst blasir við að það virðist algert aukaatriði hvort menn segja satt eða ósatt í stjórnmálaumræðu, nema þegar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni verður á fótaskortur. Sjálfsagt virðist að slíta texta úr samhengi til að hagræða umræðu, eins og Björn Bjarnason hefur gert og sýnt var fram á hér í blaði 9. febrúar sl. Ekki er tiltökumál að segja ósatt eins og Birgir Ármannsson gerir í blaðinu 24 stundum 17. janúar sl. þegar hann fullyrðir að því hafi „hvað eftir annað verið haldið fram að ráðherra væri bundinn af mati [dóm]nefndarinnar." Ekkert virðist athugavert við að setja fram almennar fullyrðingar um álitsumleitan, eins og t.d. við ráðningu í tímabundin störf, og leggja það að jöfnu við störf dómnefndar samkvæmt lögum um dómstóla sem Sigurbjörn Magnússon gerir af nokkru steigurlæti í Morgunblaðinu 29. janúar sl. Slík framsetning er villandi og lýsir óheiðarleika í málflutningi. PersónugervingMorgunblaðið hefur frá upphafi leitazt við að persónugera málið og tilgangurinn er augljóslega að vekja samúð með dómaranum og drepa málinu þannig á dreif. Liðsauki barst svo í skrifi Gunnlaugs Jónssonar framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. En þar er ekki látið staðar numið. Stak-Steinar, sbr. t.d. Morgunblaðið 22. des. sl., og Ívar Páll Jónsson blaðamaður, sbr. Morgunblaðið 25. janúar sl., hafa gert skipun formanns dómnefndarinnar í embætti sýslumanns á Ísafirði 1983 að umtalsefni. Stak-Steinar fer með ósannindi og hvorugur þeirra svarabræðra hefur sýnt fram á að gengið hafi verið á svig við reglur sem þá giltu né góða stjórnsýsluhætti. Á rangfærslur Stak-Steinars benti ég í Fréttablaðinu 18. janúar sl. og ekki sá hann neina ástæðu til að bregðast við. Ívar Páll heldur áfram í áðurnefndri grein og tengir skipun dómnefndarformannsins í embætti hæstaréttardómara 1991 við pólitískan klíkuskap og siðspillta menn í Sjálfstæðisflokknum. Hann lætur þess hins vegar ekki getið hvort gengið hafi verið gegn áliti Hæstaréttar, enda var það ekki gert. Sú er þó brotalöm á allri þessari umræðu að málið snýst ekki um persónur, hvorki dómarans, né dómnefndarformannsins, heldur hvort farið hafi verið að lögum og gætt vandaðra stjórnarhátta. Sjálfur hef ég lagt áherzlu á þetta með því að nefna engin nöfn þeirra sem þar koma einkum við sögu. ValdgervingEin vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Andersen, má eiga það að hún talar af fullri hreinskilni: Það á að leggja dómnefndina niður og færa allt skipunarferli dómara undir dómsmálaráðuneytið sagði hún eftir fund í Háskólanum í Reykjavík 23. janúar sl. Þetta er í samræmi við þá skoðun setts dómsmálaráðherra að starf pólitísks aðstoðarmanns dómsmálaráðherra eigi að vega þyngst við mat á hæfni manna til dómarastarfa og sé vænlegast til að tryggja sjálfstæði dómstóla. Hér er leiðarljósið að takmarka sem minnst ráðherraræðið, þannig að það valti ekki einungis yfir löggjafarvaldið, heldur einnig dómsvaldið. Af skrifum Birgis Ármannssonar, Sigurbjörns Magnússonar og Björns Bjarnasonar er ljóst að slíkar skoðanir eiga helzt til mikinn hljómgrunn meðal Sjálfstæðismanna. BókstafstrúVald er samkvæmt þessu ótakmarkað og bundið við bókstaf laganna; því verði einungis reistar skorður með öðru valdboði. Þetta birtist í síendurteknum yfirlýsingum um að álit dómnefndarinnar sé ekki bindandi og því þurfi að setja skýrar reglur um að hve miklu leyti það bindi ráðherra. Hér hvarflar ekki að mönnum að ráðherra setji sjálfur valdi sínu takmörk með því að gefa gaum áliti dómnefndar og huga að því hvers vegna henni var komið á fót. Það hefur allt verið rakið hér í fyrri greinum og að auki í skrifum dómnefndarinnar sjálfrar. UmræðuhefðAllt varpar þetta nokkru ljósi á stjórnmálastörf og stjórnmálaumræður á Íslandi sem hafa nú á síðustum dögum birzt með átakanlegum hætti, ekki sízt í skrifum um stjórn fiskveiða, þar sem blygðunarlaust er tvinnað saman ósannindum, rangfærslum og dylgjum. Það verður efni í aðra grein, jafnvel margar.Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Umræðan Skipan héraðsdómara Athyglisverð umræða hefur farið fram um löglega og ólöglega stjórnarhætti í tengslum við nýlega skipun héraðsdómara. Umræðan varpar ljósi á margt sem einkennir orðræðu um stjórnmál hér á landi. Þótt nú hafi um sinn svokallað REI-mál og álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um stjórn fiskveiða dregið að sér athygli, sýnist mér umræðan um dómaraskipunina geti varpað vissu ljósi á orð og ummæli manna í þeim málum. SannleikssniðgangaFyrst blasir við að það virðist algert aukaatriði hvort menn segja satt eða ósatt í stjórnmálaumræðu, nema þegar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni verður á fótaskortur. Sjálfsagt virðist að slíta texta úr samhengi til að hagræða umræðu, eins og Björn Bjarnason hefur gert og sýnt var fram á hér í blaði 9. febrúar sl. Ekki er tiltökumál að segja ósatt eins og Birgir Ármannsson gerir í blaðinu 24 stundum 17. janúar sl. þegar hann fullyrðir að því hafi „hvað eftir annað verið haldið fram að ráðherra væri bundinn af mati [dóm]nefndarinnar." Ekkert virðist athugavert við að setja fram almennar fullyrðingar um álitsumleitan, eins og t.d. við ráðningu í tímabundin störf, og leggja það að jöfnu við störf dómnefndar samkvæmt lögum um dómstóla sem Sigurbjörn Magnússon gerir af nokkru steigurlæti í Morgunblaðinu 29. janúar sl. Slík framsetning er villandi og lýsir óheiðarleika í málflutningi. PersónugervingMorgunblaðið hefur frá upphafi leitazt við að persónugera málið og tilgangurinn er augljóslega að vekja samúð með dómaranum og drepa málinu þannig á dreif. Liðsauki barst svo í skrifi Gunnlaugs Jónssonar framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. En þar er ekki látið staðar numið. Stak-Steinar, sbr. t.d. Morgunblaðið 22. des. sl., og Ívar Páll Jónsson blaðamaður, sbr. Morgunblaðið 25. janúar sl., hafa gert skipun formanns dómnefndarinnar í embætti sýslumanns á Ísafirði 1983 að umtalsefni. Stak-Steinar fer með ósannindi og hvorugur þeirra svarabræðra hefur sýnt fram á að gengið hafi verið á svig við reglur sem þá giltu né góða stjórnsýsluhætti. Á rangfærslur Stak-Steinars benti ég í Fréttablaðinu 18. janúar sl. og ekki sá hann neina ástæðu til að bregðast við. Ívar Páll heldur áfram í áðurnefndri grein og tengir skipun dómnefndarformannsins í embætti hæstaréttardómara 1991 við pólitískan klíkuskap og siðspillta menn í Sjálfstæðisflokknum. Hann lætur þess hins vegar ekki getið hvort gengið hafi verið gegn áliti Hæstaréttar, enda var það ekki gert. Sú er þó brotalöm á allri þessari umræðu að málið snýst ekki um persónur, hvorki dómarans, né dómnefndarformannsins, heldur hvort farið hafi verið að lögum og gætt vandaðra stjórnarhátta. Sjálfur hef ég lagt áherzlu á þetta með því að nefna engin nöfn þeirra sem þar koma einkum við sögu. ValdgervingEin vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Andersen, má eiga það að hún talar af fullri hreinskilni: Það á að leggja dómnefndina niður og færa allt skipunarferli dómara undir dómsmálaráðuneytið sagði hún eftir fund í Háskólanum í Reykjavík 23. janúar sl. Þetta er í samræmi við þá skoðun setts dómsmálaráðherra að starf pólitísks aðstoðarmanns dómsmálaráðherra eigi að vega þyngst við mat á hæfni manna til dómarastarfa og sé vænlegast til að tryggja sjálfstæði dómstóla. Hér er leiðarljósið að takmarka sem minnst ráðherraræðið, þannig að það valti ekki einungis yfir löggjafarvaldið, heldur einnig dómsvaldið. Af skrifum Birgis Ármannssonar, Sigurbjörns Magnússonar og Björns Bjarnasonar er ljóst að slíkar skoðanir eiga helzt til mikinn hljómgrunn meðal Sjálfstæðismanna. BókstafstrúVald er samkvæmt þessu ótakmarkað og bundið við bókstaf laganna; því verði einungis reistar skorður með öðru valdboði. Þetta birtist í síendurteknum yfirlýsingum um að álit dómnefndarinnar sé ekki bindandi og því þurfi að setja skýrar reglur um að hve miklu leyti það bindi ráðherra. Hér hvarflar ekki að mönnum að ráðherra setji sjálfur valdi sínu takmörk með því að gefa gaum áliti dómnefndar og huga að því hvers vegna henni var komið á fót. Það hefur allt verið rakið hér í fyrri greinum og að auki í skrifum dómnefndarinnar sjálfrar. UmræðuhefðAllt varpar þetta nokkru ljósi á stjórnmálastörf og stjórnmálaumræður á Íslandi sem hafa nú á síðustum dögum birzt með átakanlegum hætti, ekki sízt í skrifum um stjórn fiskveiða, þar sem blygðunarlaust er tvinnað saman ósannindum, rangfærslum og dylgjum. Það verður efni í aðra grein, jafnvel margar.Höfundur er lagaprófessor.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun