Eftirmáli umræðu Sigurður Líndal skrifar 16. febrúar 2008 06:00 Umræðan Skipan héraðsdómara Athyglisverð umræða hefur farið fram um löglega og ólöglega stjórnarhætti í tengslum við nýlega skipun héraðsdómara. Umræðan varpar ljósi á margt sem einkennir orðræðu um stjórnmál hér á landi. Þótt nú hafi um sinn svokallað REI-mál og álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um stjórn fiskveiða dregið að sér athygli, sýnist mér umræðan um dómaraskipunina geti varpað vissu ljósi á orð og ummæli manna í þeim málum. SannleikssniðgangaFyrst blasir við að það virðist algert aukaatriði hvort menn segja satt eða ósatt í stjórnmálaumræðu, nema þegar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni verður á fótaskortur. Sjálfsagt virðist að slíta texta úr samhengi til að hagræða umræðu, eins og Björn Bjarnason hefur gert og sýnt var fram á hér í blaði 9. febrúar sl. Ekki er tiltökumál að segja ósatt eins og Birgir Ármannsson gerir í blaðinu 24 stundum 17. janúar sl. þegar hann fullyrðir að því hafi „hvað eftir annað verið haldið fram að ráðherra væri bundinn af mati [dóm]nefndarinnar." Ekkert virðist athugavert við að setja fram almennar fullyrðingar um álitsumleitan, eins og t.d. við ráðningu í tímabundin störf, og leggja það að jöfnu við störf dómnefndar samkvæmt lögum um dómstóla sem Sigurbjörn Magnússon gerir af nokkru steigurlæti í Morgunblaðinu 29. janúar sl. Slík framsetning er villandi og lýsir óheiðarleika í málflutningi. PersónugervingMorgunblaðið hefur frá upphafi leitazt við að persónugera málið og tilgangurinn er augljóslega að vekja samúð með dómaranum og drepa málinu þannig á dreif. Liðsauki barst svo í skrifi Gunnlaugs Jónssonar framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. En þar er ekki látið staðar numið. Stak-Steinar, sbr. t.d. Morgunblaðið 22. des. sl., og Ívar Páll Jónsson blaðamaður, sbr. Morgunblaðið 25. janúar sl., hafa gert skipun formanns dómnefndarinnar í embætti sýslumanns á Ísafirði 1983 að umtalsefni. Stak-Steinar fer með ósannindi og hvorugur þeirra svarabræðra hefur sýnt fram á að gengið hafi verið á svig við reglur sem þá giltu né góða stjórnsýsluhætti. Á rangfærslur Stak-Steinars benti ég í Fréttablaðinu 18. janúar sl. og ekki sá hann neina ástæðu til að bregðast við. Ívar Páll heldur áfram í áðurnefndri grein og tengir skipun dómnefndarformannsins í embætti hæstaréttardómara 1991 við pólitískan klíkuskap og siðspillta menn í Sjálfstæðisflokknum. Hann lætur þess hins vegar ekki getið hvort gengið hafi verið gegn áliti Hæstaréttar, enda var það ekki gert. Sú er þó brotalöm á allri þessari umræðu að málið snýst ekki um persónur, hvorki dómarans, né dómnefndarformannsins, heldur hvort farið hafi verið að lögum og gætt vandaðra stjórnarhátta. Sjálfur hef ég lagt áherzlu á þetta með því að nefna engin nöfn þeirra sem þar koma einkum við sögu. ValdgervingEin vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Andersen, má eiga það að hún talar af fullri hreinskilni: Það á að leggja dómnefndina niður og færa allt skipunarferli dómara undir dómsmálaráðuneytið sagði hún eftir fund í Háskólanum í Reykjavík 23. janúar sl. Þetta er í samræmi við þá skoðun setts dómsmálaráðherra að starf pólitísks aðstoðarmanns dómsmálaráðherra eigi að vega þyngst við mat á hæfni manna til dómarastarfa og sé vænlegast til að tryggja sjálfstæði dómstóla. Hér er leiðarljósið að takmarka sem minnst ráðherraræðið, þannig að það valti ekki einungis yfir löggjafarvaldið, heldur einnig dómsvaldið. Af skrifum Birgis Ármannssonar, Sigurbjörns Magnússonar og Björns Bjarnasonar er ljóst að slíkar skoðanir eiga helzt til mikinn hljómgrunn meðal Sjálfstæðismanna. BókstafstrúVald er samkvæmt þessu ótakmarkað og bundið við bókstaf laganna; því verði einungis reistar skorður með öðru valdboði. Þetta birtist í síendurteknum yfirlýsingum um að álit dómnefndarinnar sé ekki bindandi og því þurfi að setja skýrar reglur um að hve miklu leyti það bindi ráðherra. Hér hvarflar ekki að mönnum að ráðherra setji sjálfur valdi sínu takmörk með því að gefa gaum áliti dómnefndar og huga að því hvers vegna henni var komið á fót. Það hefur allt verið rakið hér í fyrri greinum og að auki í skrifum dómnefndarinnar sjálfrar. UmræðuhefðAllt varpar þetta nokkru ljósi á stjórnmálastörf og stjórnmálaumræður á Íslandi sem hafa nú á síðustum dögum birzt með átakanlegum hætti, ekki sízt í skrifum um stjórn fiskveiða, þar sem blygðunarlaust er tvinnað saman ósannindum, rangfærslum og dylgjum. Það verður efni í aðra grein, jafnvel margar.Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan Skipan héraðsdómara Athyglisverð umræða hefur farið fram um löglega og ólöglega stjórnarhætti í tengslum við nýlega skipun héraðsdómara. Umræðan varpar ljósi á margt sem einkennir orðræðu um stjórnmál hér á landi. Þótt nú hafi um sinn svokallað REI-mál og álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um stjórn fiskveiða dregið að sér athygli, sýnist mér umræðan um dómaraskipunina geti varpað vissu ljósi á orð og ummæli manna í þeim málum. SannleikssniðgangaFyrst blasir við að það virðist algert aukaatriði hvort menn segja satt eða ósatt í stjórnmálaumræðu, nema þegar Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni verður á fótaskortur. Sjálfsagt virðist að slíta texta úr samhengi til að hagræða umræðu, eins og Björn Bjarnason hefur gert og sýnt var fram á hér í blaði 9. febrúar sl. Ekki er tiltökumál að segja ósatt eins og Birgir Ármannsson gerir í blaðinu 24 stundum 17. janúar sl. þegar hann fullyrðir að því hafi „hvað eftir annað verið haldið fram að ráðherra væri bundinn af mati [dóm]nefndarinnar." Ekkert virðist athugavert við að setja fram almennar fullyrðingar um álitsumleitan, eins og t.d. við ráðningu í tímabundin störf, og leggja það að jöfnu við störf dómnefndar samkvæmt lögum um dómstóla sem Sigurbjörn Magnússon gerir af nokkru steigurlæti í Morgunblaðinu 29. janúar sl. Slík framsetning er villandi og lýsir óheiðarleika í málflutningi. PersónugervingMorgunblaðið hefur frá upphafi leitazt við að persónugera málið og tilgangurinn er augljóslega að vekja samúð með dómaranum og drepa málinu þannig á dreif. Liðsauki barst svo í skrifi Gunnlaugs Jónssonar framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. En þar er ekki látið staðar numið. Stak-Steinar, sbr. t.d. Morgunblaðið 22. des. sl., og Ívar Páll Jónsson blaðamaður, sbr. Morgunblaðið 25. janúar sl., hafa gert skipun formanns dómnefndarinnar í embætti sýslumanns á Ísafirði 1983 að umtalsefni. Stak-Steinar fer með ósannindi og hvorugur þeirra svarabræðra hefur sýnt fram á að gengið hafi verið á svig við reglur sem þá giltu né góða stjórnsýsluhætti. Á rangfærslur Stak-Steinars benti ég í Fréttablaðinu 18. janúar sl. og ekki sá hann neina ástæðu til að bregðast við. Ívar Páll heldur áfram í áðurnefndri grein og tengir skipun dómnefndarformannsins í embætti hæstaréttardómara 1991 við pólitískan klíkuskap og siðspillta menn í Sjálfstæðisflokknum. Hann lætur þess hins vegar ekki getið hvort gengið hafi verið gegn áliti Hæstaréttar, enda var það ekki gert. Sú er þó brotalöm á allri þessari umræðu að málið snýst ekki um persónur, hvorki dómarans, né dómnefndarformannsins, heldur hvort farið hafi verið að lögum og gætt vandaðra stjórnarhátta. Sjálfur hef ég lagt áherzlu á þetta með því að nefna engin nöfn þeirra sem þar koma einkum við sögu. ValdgervingEin vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Andersen, má eiga það að hún talar af fullri hreinskilni: Það á að leggja dómnefndina niður og færa allt skipunarferli dómara undir dómsmálaráðuneytið sagði hún eftir fund í Háskólanum í Reykjavík 23. janúar sl. Þetta er í samræmi við þá skoðun setts dómsmálaráðherra að starf pólitísks aðstoðarmanns dómsmálaráðherra eigi að vega þyngst við mat á hæfni manna til dómarastarfa og sé vænlegast til að tryggja sjálfstæði dómstóla. Hér er leiðarljósið að takmarka sem minnst ráðherraræðið, þannig að það valti ekki einungis yfir löggjafarvaldið, heldur einnig dómsvaldið. Af skrifum Birgis Ármannssonar, Sigurbjörns Magnússonar og Björns Bjarnasonar er ljóst að slíkar skoðanir eiga helzt til mikinn hljómgrunn meðal Sjálfstæðismanna. BókstafstrúVald er samkvæmt þessu ótakmarkað og bundið við bókstaf laganna; því verði einungis reistar skorður með öðru valdboði. Þetta birtist í síendurteknum yfirlýsingum um að álit dómnefndarinnar sé ekki bindandi og því þurfi að setja skýrar reglur um að hve miklu leyti það bindi ráðherra. Hér hvarflar ekki að mönnum að ráðherra setji sjálfur valdi sínu takmörk með því að gefa gaum áliti dómnefndar og huga að því hvers vegna henni var komið á fót. Það hefur allt verið rakið hér í fyrri greinum og að auki í skrifum dómnefndarinnar sjálfrar. UmræðuhefðAllt varpar þetta nokkru ljósi á stjórnmálastörf og stjórnmálaumræður á Íslandi sem hafa nú á síðustum dögum birzt með átakanlegum hætti, ekki sízt í skrifum um stjórn fiskveiða, þar sem blygðunarlaust er tvinnað saman ósannindum, rangfærslum og dylgjum. Það verður efni í aðra grein, jafnvel margar.Höfundur er lagaprófessor.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun