Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið 15. ágúst 2008 09:54 Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. „Ég held að staðan í Reykjavík hafi verið að þróast í mjög slæman farveg hvað varðar fyrri meirihlutasamstarf. Sjálfstæðismenn kusu sjálfir að rjúfa það samstarf áður en lengra yrði haldið og þá var komin upp pattstaða í borginni því á Ólaf F. Magnússon er ekki hægt að treysta í meirihlutasamstarfi," segir Guðni. Hann segir ljóst að um blekkingar hafi verið að ræða í gær þegar sagt var að Ólafur hefði verið tilbúinn til að stíga til hliðar til þess að greiða götuna fyrir nýjum Tjarnarkvartett. „Óskar Bergsson fylgdi sannfæringu sinni í þessu máli og við þessa breytingu kemst á festa og öryggi sem er borginni mikilvægt." Aðspurður um aðkomu sína að málinu segir Guðni að hún verið lítil sem engin. „Óskar ræddi við mig á þriðjudag eða miðvikudag og greindi mér frá stöðu mála eins og hún var þá. Geir H. Haarde hafði einnig samband við mig þar sem hann fór yfir málin með mér eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. En Óskar hefur með sínu fólki ákveðið að fara þessa leið og hann tjáði mér að hann væri sannfærður um að enginn annar kostur væri í spilunum." Marsibil Sæmundardóttir, varamaður Óskars í borgarstjórn segir í Fréttablaðinu í dag að hún ætli sér ekki að styðja nýja meirihlutann í borginni. „Afstaða hennar er harðari en ég átti von á," segir Guðni og segist hafa vitað um hennar tilfinngar í málinu. „Ég taldi þó að Marsibil myndi fylgja Óskari og vona að hún geri það þegar upp er staðið og hún sér að sannfæring Óskars er byggð á samtölum sínum við sitt fólk og þá undarlegu stöðu sem uppi var í borginni," segir Guðni að lokum. Tengdar fréttir Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. „Ég held að staðan í Reykjavík hafi verið að þróast í mjög slæman farveg hvað varðar fyrri meirihlutasamstarf. Sjálfstæðismenn kusu sjálfir að rjúfa það samstarf áður en lengra yrði haldið og þá var komin upp pattstaða í borginni því á Ólaf F. Magnússon er ekki hægt að treysta í meirihlutasamstarfi," segir Guðni. Hann segir ljóst að um blekkingar hafi verið að ræða í gær þegar sagt var að Ólafur hefði verið tilbúinn til að stíga til hliðar til þess að greiða götuna fyrir nýjum Tjarnarkvartett. „Óskar Bergsson fylgdi sannfæringu sinni í þessu máli og við þessa breytingu kemst á festa og öryggi sem er borginni mikilvægt." Aðspurður um aðkomu sína að málinu segir Guðni að hún verið lítil sem engin. „Óskar ræddi við mig á þriðjudag eða miðvikudag og greindi mér frá stöðu mála eins og hún var þá. Geir H. Haarde hafði einnig samband við mig þar sem hann fór yfir málin með mér eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. En Óskar hefur með sínu fólki ákveðið að fara þessa leið og hann tjáði mér að hann væri sannfærður um að enginn annar kostur væri í spilunum." Marsibil Sæmundardóttir, varamaður Óskars í borgarstjórn segir í Fréttablaðinu í dag að hún ætli sér ekki að styðja nýja meirihlutann í borginni. „Afstaða hennar er harðari en ég átti von á," segir Guðni og segist hafa vitað um hennar tilfinngar í málinu. „Ég taldi þó að Marsibil myndi fylgja Óskari og vona að hún geri það þegar upp er staðið og hún sér að sannfæring Óskars er byggð á samtölum sínum við sitt fólk og þá undarlegu stöðu sem uppi var í borginni," segir Guðni að lokum.
Tengdar fréttir Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Sjá meira
Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11
Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09
Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30
Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46
Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13